Kaldsjávarkórallar í fyrsta sinn á válista

Kóralrif eins og þetta í Háfadjúpi eru griðarstaður fyrir fjöldan …
Kóralrif eins og þetta í Háfadjúpi eru griðarstaður fyrir fjöldan allan af lífverum. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Hópur vísindamanna hefur undanfarið unnið að válistaflokkun fyrir kaldsjávarkórala, þar á meðal kórala við Íslandsstrendur. Þetta kemur fram á vef Hafrannsóknastofnunar.

22 tegundir kaldsjávarkórala í Norður-Atlantshafi rötuðu á listann en 16 þeirra finnast hér við land. Af þessum 22 tegundum voru fjórir steinkóralar sem mynda rif og 18 mjúkkóralar.

Fyrsta skráning á válista

Þetta er í fyrsta sinn sem kaldsjávarkóralar eru skráðir á válista Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN), sem oft er nefndur rauði listinn. Átta tegundir voru metnar við hættumörk og ein tegund, postulínskórall, var skráð sem viðkvæm á heimsvísu. Tíu tegundir voru ekki metnar í hættu og þá voru þrjár tegundir sem ekki var hægt að meta vegna skorts á upplýsingum.

Þessar sæfjaðrir er að finna úti fyrir Suðurlandi.
Þessar sæfjaðrir er að finna úti fyrir Suðurlandi. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Sumar tegundanna eru töluvert útbreiddar en samkvæmt vísindamönnunum bendir allt til þess að skaði af mannavöldum hafi valdið meira en 30% samdrætti í sumum stofnstærðum miðað við nýleg viðmið. Þá kemur einnig fram í greininni að helsta ógnin sem steðji að kórölum séu botndregin veiðarfæri.

Yfir 70 mismunandi tegundir við Ísland

Í kringum Ísland eru yfir 70 mismunandi tegundir kórala en sæfjaðrir, svartkóralar, steinkóralar, hornkóralar og mjúkkóralar eru allt safnheiti fyrir tegundir sem finna má við Ísland. Flesta kórala er að finna djúpt úti fyrir landinu, einna helst fyrir sunnan land og í Grænlandssundi.

Lífið í djúpinu minnir stundum á verur frá öðrum hnöttum. …
Lífið í djúpinu minnir stundum á verur frá öðrum hnöttum. Þessi sérkennilegi kórall er af ættkvíslinni Anthomastus. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Við skráningu kóralanna var meðal annars stuðst við niðurstöður úr alþjóðlegu námskeiði í greiningum kaldsjávarkórala sem haldið var í Þekkingarsetrinu í Sandgerði fyrir tveimur árum. Íslenskir og erlendir sérfræðingar og nemar komu þar saman ásamt sérfræðingi frá IUCN. Stuðst var við þau alþjóðlegu viðmið sem notast er við fyrir slíka flokkun og IUCN heldur utan um á válista sínum. Nánar má lesa um niðurstöður vísindamannanna í grein þeirra sem birt var í tímaritinu Marine Biodiversity.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.25 621,03 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.25 757,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.25 397,07 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.25 405,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.25 278,15 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.25 304,96 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 5.153 kg
Þorskur 2.409 kg
Steinbítur 576 kg
Keila 24 kg
Samtals 8.162 kg
15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 612 kg
Þorskur 235 kg
Langa 226 kg
Karfi 68 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 1.189 kg
15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 488 kg
Ýsa 80 kg
Langa 71 kg
Steinbítur 60 kg
Skarkoli 16 kg
Karfi 7 kg
Samtals 722 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.25 621,03 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.25 757,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.25 397,07 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.25 405,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.25 278,15 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.25 304,96 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 5.153 kg
Þorskur 2.409 kg
Steinbítur 576 kg
Keila 24 kg
Samtals 8.162 kg
15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína
Ýsa 612 kg
Þorskur 235 kg
Langa 226 kg
Karfi 68 kg
Keila 30 kg
Steinbítur 18 kg
Samtals 1.189 kg
15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína
Þorskur 488 kg
Ýsa 80 kg
Langa 71 kg
Steinbítur 60 kg
Skarkoli 16 kg
Karfi 7 kg
Samtals 722 kg

Skoða allar landanir »