Rannsóknarfleyið sérkennilega Tara Polar Station hefur haldið til við Hörpu undanfarið. Fleyið hafði viðkomu á Ísafirði á leið sinni frá norðurslóðum og lagðist loks að bryggju í Reykjavík 3. september.
Tara Polar Station er í eigu Tara Ocean Foundation sem er frönsk, óhagnaðardrifin rannsóknarstofnun. Stofnunin rekur nokkur vísindaskip en Tara Polar Station er ætlað að gera vísindamönnum kleift að framkvæma ítarlegar rannsóknir á norðurslóðum.
Um borð eru bæði blautrannsóknarstofur og þurrar og þá er sérhannað gat á botni stöðvarinnar sem gefur vísindamönnum beinan aðgang að sjónum, til að mynda svo hægt sé að senda niður dróna og taka sýni.
Stöðin er sérhönnuð til að verjast veðrum og vindum á köldum slóðum en hún getur staðist mikinn ísþrýsting og allt að -52°C frost. Meðal annars mun vísindafólk um borð rannsaka lífríki á svæðinu, afleiðingar bráðnunar hafíss og mengunar á viðkvæmt vistkerfi norðurslóða, sem og fylgjast með fiskistofnum.
Tara Polar Station hefur enn ekki farið í eiginlegan rannsóknarleiðangur. Tilgangur síðasta ferðalags var að gera prófanir á skipinu áður en haldið verður í fyrsta leiðangurinn en hann mun standa yfir í um það bil 18 mánuði, þar af 14 á reki í hafísnum.
Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins lögðu leið sína niður á Ingólfsgarð og heimsóttu skipið í boði Tara Ocean Foundation en þar tóku á móti þeim Clémentine Moulin leiðangursstjóri og Yohann Mucherie skipstjóri.
„Við höfum gert rannsóknir í hafísnum áður, en þær hafa oftast verið framkvæmdar um sumar,“ segir Moulin. „Tara Polar Station er ætlað að gera rannsóknir allan veturinn og sama ferðalagið verður endurtekið aftur og aftur næstu 20 árin.“ Hún segir að skipinu verði siglt að hafís norðurheimskautsins þar sem það festist. Þá mun það reka með ísnum næstu 18 mánuðina þar til það kemur út hinum megin. Leikurinn verður endurtekinn reglulega og gögnum verður þannig safnað saman sem munu gefa vísindalegar niðurstöður frá ári til árs.
„Vanalega fara skip aðeins í svona leiðangra á sumrin því svæðið er mun óaðgengilegra á veturna,“ segir Moulin. „Þá eru allt aðrar aðstæður, það er hlýrra og það er meira ljós. Hugsunin með þessum leiðöngrum á Tara Polar Station er að framkvæma rannsóknir á öllum árstímum, frá ári til árs. Þannig söfnum við verðmætum gögnum.“
Um 18 vísindamenn verða um borð í fleyinu og ljóst að þar verður þröng á þingi. Moulin segir að þess vegna hafi einnig mikið verið lagt í að gera vistarverurnar sem hlýlegastar. „Fólk verður fast saman í ísnum í marga mánuði,“ segir hún. „Það er mikilvægt að þeim líði vel um borð og finnist þau hafa rými til að vinna.“
Aðspurður hvort líklegt sé að við munum sjá bátinn reglulega í íslenskum höfnum segir Mucherie skipstjóri að það sé engin leið að segja til um það. „Það fer alfarið eftir því hvar við munum koma út úr ísnum,“ segir hann. „Ef við komum þar sem við áætlum förum við líklega beint til Frakklands. Ef við komum annars staðar út gæti verið að styttra væri að koma við á Íslandi. Þá getur alltaf komið upp sú staða að við þurfum á viðhaldi að halda.“
Tara Ocean Foundation mun taka þátt í Arctic Circle-ráðstefnunni sem haldin verður í Hörpu 16.–18. október en þar mun Romain Troublé, framkvæmdastjóri stofnunarinnar, meðal annars taka til máls. Þá verða sýndar stuttar kvikmyndir frá nýlegri ferð skipsins. Sunnudaginn 19. október verður almenningi jafnframt boðið að heimsækja skipið en nauðsynlegt er að skrá mætingu.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 5.153 kg |
| Þorskur | 2.409 kg |
| Steinbítur | 576 kg |
| Keila | 24 kg |
| Samtals | 8.162 kg |
| 15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 612 kg |
| Þorskur | 235 kg |
| Langa | 226 kg |
| Karfi | 68 kg |
| Keila | 30 kg |
| Steinbítur | 18 kg |
| Samtals | 1.189 kg |
| 15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 488 kg |
| Ýsa | 80 kg |
| Langa | 71 kg |
| Steinbítur | 60 kg |
| Skarkoli | 16 kg |
| Karfi | 7 kg |
| Samtals | 722 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,03 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 278,15 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 358,55 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 15.11.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 5.153 kg |
| Þorskur | 2.409 kg |
| Steinbítur | 576 kg |
| Keila | 24 kg |
| Samtals | 8.162 kg |
| 15.11.25 Jónína Brynja ÍS 55 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 612 kg |
| Þorskur | 235 kg |
| Langa | 226 kg |
| Karfi | 68 kg |
| Keila | 30 kg |
| Steinbítur | 18 kg |
| Samtals | 1.189 kg |
| 15.11.25 Fríða Dagmar ÍS 103 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 488 kg |
| Ýsa | 80 kg |
| Langa | 71 kg |
| Steinbítur | 60 kg |
| Skarkoli | 16 kg |
| Karfi | 7 kg |
| Samtals | 722 kg |
