Arthur og Örn láta af störfum

Arthur Bogason formaður og Örn Pálsson framkvæmdastjóri tilkynntu á aðalfundi …
Arthur Bogason formaður og Örn Pálsson framkvæmdastjóri tilkynntu á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda að þeir láti nú af störfum. mbl.is/Hallur Már/Arnþór Birkisson

Bæði Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda, og Örn Pálsson, framkvæmdastjóri sambandsins, ætla að láta af störfum. Þessu greindu þeir frá í dag á fyrri degi aðalfundar sambandsins.

Nýr formaður verður kjörinn á morgun.

Arthur var einn helsti hvatamaður að stofnun sambandsins og var jafnframt fyrsti kjörni formaður þess. Í ár verður Landssamband smábátaeigenda 40 ára en það var stofnað í desember 1985.

Tíu árum yngra en útfærslan í 200 sjómílur

„Það er 81 ár liðið frá því að lýðveldið Ísland var stofnað,“ sagði Arthur í síðustu ræðu sinni sem formaður sambandsins. „Mér finnst sú staðreynd lyginni líkust, að LS hafi verið til í rétt um helming þess tíma. En enn þá merkilegri finnst mér sú tilhugsun að Landssambandið sé aðeins tíu árum yngra en útfærslan í 200 sjómílur.“

Arthur hefur alla tíð verið gagnrýninn á margt sem viðkemur fiskveiðistjórnun á Íslandi og ræða hans endurspeglaði það.

„Ætli skipherrum Landhelgisgæslunnar á borð við Guðmund Kjærnested hafi grunað á þeim tíma að harðast yrði sótt að trillukörlum áratugum síðar í nafni fiskverndar?“ spurði Arthur. „En erfiðast finnst mér að þurfa að búa við þá staðreynd að baráttumál sem voru sett á dagskrá félagsins á fyrsta degi séu enn í forgangi.“

Arthur ítrekaði að frá stofnun hafi sambandið krafist þess að veiðiaðferðir væru metnar með tilliti til þess hvaða áhrif þær hefðu á lífríkið í hafinu en jafnan talað fyrir daufum eyrum.

„Þetta er í síðasta skiptið sem ég set aðalfund og því vil ég þakka öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg í baráttunni. Sérstaklega vil ég þakka samstarfsmanni mínum, Erni Pálssyni, sem er án vafa vinnusamasti maður sem ég hef nokkru sinni kynnst. Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa kynnst jafn frábærri manneskju,” sagði Arthur að lokum.

„Ég kveð með söknuði. Nú taka við nýir tímar og megi þeir sem stýra félaginu í framtíð vera trúir þeim grundvallarsjónarmiðum sem félagið var stofnað á.“

Þessi mynd var tekin á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda árið 2000. …
Þessi mynd var tekin á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda árið 2000. Frá vinstri eru Arthur Bogason, Örn Pálsson og Getur Hólm Kristinsson fundarritari. mbl.is/Þorkell

Kallaði eftir því að loforð yrðu efnd

Sem fyrr segir var Arthur ekki einn um að kveðja sambandið en Örn Pálsson framkvæmdastjóri tilkynnti einnig að hann myndi láta af störfum.

Í ræðu sinni kallaði Örn eftir því að loforð við strandveiðimenn yrði efnt og 48 daga veiðitímabil tryggt. „Mikið svekkelsi helltist yfir strandveiðimenn þann 16. júní síðastliðinn þegar ljóst var að einu sinni enn stöðvast strandveiðar. Að tímabilið væri á enda,“ sagði Örn í upphafi ræðu sinnar.

„Ekki aðeins voru strandveiðisjómenn svekktir, því 72,3% þjóðarinnar styður að aflaheimildir til strandveiðanna verði auknar, eins og fram kom í skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans í mars 2023.“ Hann tók jafnframt fram að mikið áhyggjuefni væri að ekkert bóli enn þá á línuívilnun sem margir reiði sig á. Þá lýsti hann yfir eindregnum stuðningi við frumvarp um að taka grásleppuveiðar aftur úr kvóta sem lagt hefur verið fram á ný.

Örn hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda í 39 ár og hann lauk ræðu sinni á tilkynningu um að nú kæmi að starfslokum. „Ágætu tilheyrendur. Nú er starfsferli mínum sem framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda að ljúka,“ sagði Örn.

„Ég tilkynni ykkur hér með að dagskrárliðurinn mun bera nýtt nafn að ári. Ræða númer 40 er sú síðasta á mínum ferli sem framkvæmdastjóri ykkar undanfarin 39 ár. Afmælisdagur minn númer 70 nálgast með ógnarhraða og skellur á í lok mánaðarins. Takk fyrir.“

Seinni dagur aðalfundarins heldur áfram á morgun kl. 9. Þar mun Örn Pálsson fara yfir ársreikninga félagsins í síðasta skipti og nýr formaður verður kosinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.25 621,03 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.25 757,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.25 397,07 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.25 405,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.25 278,15 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.25 304,96 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 394 kg
Hlýri 63 kg
Karfi 53 kg
Keila 37 kg
Samtals 547 kg
15.11.25 Jóhanna ÁR 206 Plógur
Sæbjúga Fax E 1.355 kg
Samtals 1.355 kg
15.11.25 Leynir ÍS 16 Dragnót
Ýsa 513 kg
Þorskur 276 kg
Samtals 789 kg
15.11.25 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 4.938 kg
Langa 1.743 kg
Keila 350 kg
Karfi 61 kg
Ufsi 24 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 7.131 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 14.11.25 621,03 kr/kg
Þorskur, slægður 14.11.25 757,26 kr/kg
Ýsa, óslægð 14.11.25 397,07 kr/kg
Ýsa, slægð 14.11.25 405,44 kr/kg
Ufsi, óslægður 14.11.25 278,15 kr/kg
Ufsi, slægður 14.11.25 304,96 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 14.11.25 358,55 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

15.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 394 kg
Hlýri 63 kg
Karfi 53 kg
Keila 37 kg
Samtals 547 kg
15.11.25 Jóhanna ÁR 206 Plógur
Sæbjúga Fax E 1.355 kg
Samtals 1.355 kg
15.11.25 Leynir ÍS 16 Dragnót
Ýsa 513 kg
Þorskur 276 kg
Samtals 789 kg
15.11.25 Kristinn HU 812 Línutrekt
Ýsa 4.938 kg
Langa 1.743 kg
Keila 350 kg
Karfi 61 kg
Ufsi 24 kg
Steinbítur 15 kg
Samtals 7.131 kg

Skoða allar landanir »