Fullfermi af gullkarfa en ýsan áfram erfið

Eyjarnar tvær, Bergey og Vestmannaey, við höfnina í Neskaupstað.
Eyjarnar tvær, Bergey og Vestmannaey, við höfnina í Neskaupstað. Ljósmynd/Síldarvinnslan

Ísfisktogarar Síldarvinnslunnar hafa verið að veiðum bæði fyrir austan og vestan land að undanförnu og skilað góðum afla.

Jóhanna Gísladóttir GK, Vestmannaey VE og Bergey VE hafa allar landað víðs vegar um landið síðustu daga.

Dræm veiði framan af

Jóhanna Gísladóttir GK landaði á Djúpavogi á sunnudag og var að landa í Grindavík í dag. Skipstjórinn, Einar Ólafur Ágústsson, segir að fyrri túrinn hafi gefið um 65 tonn, mest þorsk og dálítið af ýsu. „Við vorum að veiðum í eina þrjá sólarhringa á Glettingi og á Digranesflaki. Veiðin var heldur dræm,“ sagði hann.

Í síðari túrnum segir Einar að betur hafi gengið en þá var haldið til veiða við Hvalbakinn og á Gerpisflakinu. „Það gekk þokkalega og við komum til Grindavíkur í morgun nánast með fullt skip. Aflinn var mest þorskur en um 30% er ýsa. Það verður farið út aftur síðdegis í dag og þá kemur jafnvel til greina að fara í karfa, en við sjáum til,“ sagði Einar Ólafur.

Fullfermi af gullkarfa

Vestmannaey VE landaði í Grundarfirði á mánudag og síðan í Hafnarfirði í gær. Skipstjórinn Egill Guðni Guðnason segir fyrri túrinn hafa gengið afar vel. „Í fyrri túrnum vorum við að veiðum í Víkurálnum og fengum þar fullfermi af gullkarfa. Við enduðum að vísu túrinn á Flákanum á Breiðafirði og fengum þar dálítið af þorski og ýsu,“ sagði hann. Hann tók fram að leiðin í Víkurálinn væri löng, eða um 28 klukkustundir, og að veiðisvæðið væri erfitt.

„Við fórum út strax að lokinni löndun í Grundarfirði og þá var farið beint í Víkurálinn á ný þar sem skipið var fyllt af gullkarfa í blíðuveðri. Að því loknu var haldið til löndunar í Hafnarfirði. Að löndun lokinni verður siglt til Eyja og síðan stendur til að veiða fyrir sunnan land,“ sagði Egill Guðni.

Ýsan erfið viðureignar

Bergey VE landaði í Neskaupstað í fyrradag. Skipstjórinn Jón Valgeirsson segir aflann hafa verið blandaðan. „Lögð var áhersla á að blanda aflann og þetta var ýsa, þorskur og ufsi hjá okkur,“ sagði hann. Jón sagði jafnframt að ýsan væri erfið viðureignar og líklegt að hún héldi sig innar á fjörðunum.

„Við byrjuðum á Breiðamerkurdýpinu þar sem fékkst aðeins af ufsa, síðan var haldið á Lónsbugtina þar sem vart varð við ýsu en lengst vorum við á Hvalbaknum í ýsureitingi og þorski. Undir lokin var haldið á Glettinganesflakið en þar var býsna tregt. Aflinn í túrnum var um 70 tonn þannig að við náðum ekki alveg að fylla,“ sagði Jón.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.11.25 586,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.11.25 703,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.11.25 395,24 kr/kg
Ýsa, slægð 9.11.25 384,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.11.25 312,35 kr/kg
Ufsi, slægður 9.11.25 340,37 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 9.11.25 364,43 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 2.859 kg
Þorskur 432 kg
Keila 136 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 5 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.442 kg
8.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 4.639 kg
Þorskur 1.418 kg
Keila 235 kg
Karfi 47 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.342 kg
8.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 289 kg
Karfi 22 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 324 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.11.25 586,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.11.25 703,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.11.25 395,24 kr/kg
Ýsa, slægð 9.11.25 384,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.11.25 312,35 kr/kg
Ufsi, slægður 9.11.25 340,37 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 9.11.25 364,43 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 2.859 kg
Þorskur 432 kg
Keila 136 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 5 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.442 kg
8.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 4.639 kg
Þorskur 1.418 kg
Keila 235 kg
Karfi 47 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.342 kg
8.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 289 kg
Karfi 22 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 324 kg

Skoða allar landanir »