Nýlega tilkynnti Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum að Þórunn Sveinsdóttir VE yrði seld til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði og 20 manns verði leystir frá störfum.
Segja má að skammt sé stórra högga á milli í Eyjum því stutt er síðan Vinnslustöðin gaf það út að fiskvinnslunni Leo Seafood yrði lokað og 50 starfsmönnum hennar yrði sagt upp.
„Þetta voru mjög slæmar fréttir, það er bara svoleiðis,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja um uppsagnirnar. „Bæði fyrir þá sem misstu vinnuna og fjölskyldur þeirra, og líka fyrir samfélagið okkar. Það að 70 manns sé sagt upp á ekki lengri tíma er auðvitað bara mjög stórt mál.“
Íris segir þó að margir starfsmenn Leo Seafood hafi öllu heilli fengið vinnu annars staðar.
„Sem betur fer á sér stað mikil uppbygging í kringum landeldi núna sem vinnur aðeins á móti. En við þurfum að vera vakandi fyrir því sem er í gangi og fylgjast vel með áhrifunum sem þetta hefur á samfélagið.“
Vestmannaeyjabær hefur forkaupsrétt að Þórunni Sveinsdóttur og Íris segir það mál verða rætt nánar á næsta fundi bæjarráðs. Telja má þó ólíklegt að af því verði en óvanalegt er að sveitarfélög nýti sér forkaupsrétt á skipum. Íris bendir engu að síður á að skipið hafi ekki verið selt með aflaheimildum. „Við væntum þess að þær verði eftir hér í samfélaginu og nýtist til uppbyggingar,“ segir hún.
Aðspurð hvort ástæða sé til að hafa áhyggjur af frekari uppsögnum í sjávarútvegi segir Íris erfitt að segja til um það. „Við gerðum okkur grein fyrir að þessi mikla aukning á veiðigjöldum myndi hafa áhrif á greinina.“ Hún bendir á að Vinnslustöðin hafi verið rekin með tapi áður en veiðigjöldin komu til og vendingarnar hafi ekki bætt stöðu mála. „Þessi fyrirtæki eru öflug en það er aldrei gott þegar aðstæður breytast svo mikið á svo stuttum tíma.“
Íris er formaður Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga en samtökin hafa ítrekað gagnrýnt hversu skyndilega var ráðist í að hækka veiðigjöldin. Með því hafi fyrirsjáanleika í greininni verið kollvarpað. „Það er alveg nauðsynlegt að hafa fyrirsjáanleika þegar verið er að fara í breytingar á umgjörð fyrirtækja og já, við gagnrýndum það, að þessi fyrirsjáanleiki væri ekki til staðar,“ segir Íris. „Við munum fylgjast grannt með þeim áhrifum sem þetta kann að hafa, enda hefur ráðuneytið lofað því að láta meta þau áhrif.“
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,05 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,38 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 285,00 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 362,13 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 14.11.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
|---|---|
| Skrápflúra | 276 kg |
| Þorskur | 225 kg |
| Skarkoli | 30 kg |
| Ýsa | 29 kg |
| Samtals | 560 kg |
| 14.11.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
|---|---|
| Þorskur | 7.179 kg |
| Ýsa | 858 kg |
| Keila | 147 kg |
| Hlýri | 6 kg |
| Karfi | 3 kg |
| Samtals | 8.193 kg |
| 14.11.25 Lilja SH 16 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 4.005 kg |
| Þorskur | 1.310 kg |
| Ufsi | 6 kg |
| Langa | 6 kg |
| Keila | 5 kg |
| Karfi | 1 kg |
| Samtals | 5.333 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 14.11.25 | 621,05 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 14.11.25 | 757,26 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 14.11.25 | 397,38 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 14.11.25 | 405,44 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 14.11.25 | 285,00 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 14.11.25 | 304,96 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 14.11.25 | 362,13 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 14.11.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
|---|---|
| Skrápflúra | 276 kg |
| Þorskur | 225 kg |
| Skarkoli | 30 kg |
| Ýsa | 29 kg |
| Samtals | 560 kg |
| 14.11.25 Litlanes ÞH 3 Línutrekt | |
|---|---|
| Þorskur | 7.179 kg |
| Ýsa | 858 kg |
| Keila | 147 kg |
| Hlýri | 6 kg |
| Karfi | 3 kg |
| Samtals | 8.193 kg |
| 14.11.25 Lilja SH 16 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 4.005 kg |
| Þorskur | 1.310 kg |
| Ufsi | 6 kg |
| Langa | 6 kg |
| Keila | 5 kg |
| Karfi | 1 kg |
| Samtals | 5.333 kg |
