Áform eru uppi um umfangsmiklar framkvæmdir við Bolungavíkurhöfn sem ætlað er að mæta vaxandi umsvifum í atvinnulífi bæjarins, einkum vegna aukinnar verðmætasköpunar af laxeldi á Vestfjörðum.
Kynning á verkefninu fór fram á opnum fundi í Bolungarvík á miðvikudag en nánar var sagt frá efni hans á vef fréttamiðilsins Bæjarins besta.
Hafnarstjórn Bolungavíkurkaupstaðar hefur þegar vísað málinu til bæjarstjórnar. Samkvæmt áætlunum felur verkefnið í sér að lengja viðlegukant hafnarinnar um rúmlega 200 metra svo hægt verði að taka á móti stærri skipum, sérstaklega þeim sem tengjast starfsemi laxeldisfyrirtækja.
Auk þess er gert ráð fyrir að breikka og dýpka innsiglinguna og flytja svonefndan Grundargarð. Með þessum breytingum verður hafnarsvæðið betur í stakk búið til að sinna þeirri auknu umferð og starfsemi sem fylgir rekstri Arctic Fish, sem rekur laxasláturhúsið Drimlu á Brimbrjótnum.
Jón Páll Hreinsson hafnarstjóri kynnti áformin á fundinum sem unnin voru af hafnasviði Vegagerðarinnar. Er byggt á rannsóknum og mælingum sem framkvæmdar hafa verið á straumum innan hafnarinnar.
Heildarkostnaður verkefnisins er áætlaður um 3 milljarðar króna með virðisaukaskatti. Óskað hefur verið eftir því að framkvæmdin verði tekin inn í næstu samgönguáætlun. Hlutur hafnarinnar sjálfrar í kostnaðinum er talinn nema um 800 milljónum króna.
Landaður afli í Bolungavíkurhöfn hefur aukist verulega eftir að laxeldi tók að vaxa í fjórðungnum. Nú er landað um 35 þúsund tonnum árlega, samanborið við 15–20 þúsund tonn áður. Bent er á að þróunin hafi haft jákvæð áhrif á útflutningstekjur þjóðarbúsins, sem aukist hafi um milljarða króna á ári.
Jón Páll sagði jafnframt á fundinum að aukin útflutningsverðmæti væru helsti rökstuðningurinn fyrir stækkun hafnarinnar og þátttöku ríkisins í kostnaðinum
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 7.11.25 | 565,37 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 7.11.25 | 709,46 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 7.11.25 | 369,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 7.11.25 | 399,55 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 7.11.25 | 223,43 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 7.11.25 | 281,90 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 7.11.25 | 192,51 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 8.11.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 4.639 kg |
| Þorskur | 1.418 kg |
| Keila | 235 kg |
| Karfi | 47 kg |
| Hlýri | 3 kg |
| Samtals | 6.342 kg |
| 8.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 289 kg |
| Karfi | 22 kg |
| Hlýri | 13 kg |
| Samtals | 324 kg |
| 8.11.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 178 kg |
| Hlýri | 22 kg |
| Karfi | 16 kg |
| Keila | 6 kg |
| Samtals | 222 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 7.11.25 | 565,37 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 7.11.25 | 709,46 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 7.11.25 | 369,07 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 7.11.25 | 399,55 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 7.11.25 | 223,43 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 7.11.25 | 281,90 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 7.11.25 | 192,51 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 8.11.25 Hafrafell SU 65 Lína | |
|---|---|
| Ýsa | 4.639 kg |
| Þorskur | 1.418 kg |
| Keila | 235 kg |
| Karfi | 47 kg |
| Hlýri | 3 kg |
| Samtals | 6.342 kg |
| 8.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 289 kg |
| Karfi | 22 kg |
| Hlýri | 13 kg |
| Samtals | 324 kg |
| 8.11.25 Gísli Súrsson GK 8 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 178 kg |
| Hlýri | 22 kg |
| Karfi | 16 kg |
| Keila | 6 kg |
| Samtals | 222 kg |

