Framleiðslumet slegið daglega til áramóta

Olga Gísladóttir, vinnslustjóri í Silfurstjörnunni, segir það ánægjulegt að hafa …
Olga Gísladóttir, vinnslustjóri í Silfurstjörnunni, segir það ánægjulegt að hafa rofið 2.000 tonna múrinn á árinu. Ljósmynd/ Samherji: Axel Þórhallsson

Fyrirtækið Samherji tilkynnir að á árinu hafi um 2.000 tonn af laxi verið unnin í landeldisstöðinni Silfurstjörnunni í Öxarfirði.

Á árinu 2023 voru unnin tæplega 1.800 tonn í stöðinni, sem þá var met allra landeldisstöðva á landinu. Ljóst sé að í Öxarfirði verði nýtt Íslandsmet slegið á hverjum degi til ársloka.

Í tilkynningu Samherja er bent á að Öxarfjörður bjóði upp á hentugar aðstæður til landeldis en Silfurstjarnan nýtir græna orku, jarðvarma og tært borholuvatn fyrir framleiðsluna. Þá bjóði fiskeldi í kerum upp á góða yfirsýn og stjórn á framleiðslunni. Samherji búi að yfirgripsmikilli þekkingu á landeldi en fyrirtækið hefur yfir 20 ára reynslu á því sviði.

Horft yfir landeldisstöðina Silfurstjörnuna í Öxarfirði.
Horft yfir landeldisstöðina Silfurstjörnuna í Öxarfirði. Ljósmynd/Samherji: Axel Þórhallsson

Silfurstjarnan hefur gengið í gegnum verulegar endurbætur á undanförnum árum en framleiðslugeta stöðvarinnar er nú um 3.000 tonn á ári. Ný eldisker voru byggð sem eru tvöfalt stærri að umfangi en þau sem fyrir voru og þá hefur ýmis tækjabúnaður verið endurnýjaður.

Meðalþyngd yfir 5 kg

Í tilkynningunni segir að 97,3% framleiðslunnar í ár hafi verið flokkuð í hæsta gæðaflokk, og hafi meðalþyngd laxins verið 5,26 kg. Þá hóf fyrirtækið sölu á ferskum landlaxi og landbleikju á innlendum markaði og segir að viðtökurnar hafi verið góðar.

„Það er alltaf gaman þegar met eru slegin, ég tala nú ekki um að gera slíkt allar vikur fram að áramótum,“ segir Elvar Steinn Traustason rekstrarstjóri Silfurstjörnunnar en starfsmenn fyrirtækisins eru um 40 og er því um að ræða stærsta vinnustað á svæðinu fyrir utan sveitarfélagið. „Endurbæturnar tókust afskaplega vel og kaupendur lofa gæði framleiðslunnar, þannig að ég get ekki annað en verið ánægður og bjartsýnn á framtíðina,“ bætir Elvar við.

Elvar Steinn Traustason rekstrarstjóri Silfurstjörnunnar segist ánægður með árangurinn.
Elvar Steinn Traustason rekstrarstjóri Silfurstjörnunnar segist ánægður með árangurinn. Ljósmynd/Samherji: Axel Þórhallsson

Olga Gísladóttir vinnslustjóri segir að starfsfólk Silfurstjörnunnar sé þegar búið að ná góðum tökum á nýja búnaðinum. „Hérna starfar samhentur hópur sem einsetur sér að framleiða hágæða vöru fyrir kröfuharða viðskiptavini,“ segir hún en í dag var þeim áfanga að hafa náð 2.000 tonnum fagnað með köku.

„Það er gaman að sjá flutningabíla fara reglulega héðan fulllestaða með gæðaafurðir, við getum sannarlega sagt að Öxarfjörðurinn sé öflugt matvælahérað. Og það var ekki amalegt að fagna því með veglegri tertu að 2.000 tonna múrinn hafi verið rofinn,“ segir Olga að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.11.25 586,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.11.25 703,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.11.25 395,24 kr/kg
Ýsa, slægð 9.11.25 384,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.11.25 312,35 kr/kg
Ufsi, slægður 9.11.25 340,37 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 9.11.25 364,43 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 2.859 kg
Þorskur 432 kg
Keila 136 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 5 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.442 kg
8.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 4.639 kg
Þorskur 1.418 kg
Keila 235 kg
Karfi 47 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.342 kg
8.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 289 kg
Karfi 22 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 324 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 9.11.25 586,04 kr/kg
Þorskur, slægður 9.11.25 703,57 kr/kg
Ýsa, óslægð 9.11.25 395,24 kr/kg
Ýsa, slægð 9.11.25 384,00 kr/kg
Ufsi, óslægður 9.11.25 312,35 kr/kg
Ufsi, slægður 9.11.25 340,37 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 9.11.25 364,43 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

8.11.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 2.859 kg
Þorskur 432 kg
Keila 136 kg
Hlýri 6 kg
Ufsi 5 kg
Steinbítur 4 kg
Samtals 3.442 kg
8.11.25 Hafrafell SU 65 Lína
Ýsa 4.639 kg
Þorskur 1.418 kg
Keila 235 kg
Karfi 47 kg
Hlýri 3 kg
Samtals 6.342 kg
8.11.25 Auður Vésteins SU 88 Lína
Þorskur 289 kg
Karfi 22 kg
Hlýri 13 kg
Samtals 324 kg

Skoða allar landanir »