Fyrsta síldin að vestan

Barði NK við bryggju. Barði kom með fyrsta farm Síldarvinnslunnar …
Barði NK við bryggju. Barði kom með fyrsta farm Síldarvinnslunnar af íslenskri sumargotssíld í gær. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Smári Geirsson

Skip Síldarvinnslunnar eru farin af stað á veiðum á íslenskri sumargotssíld. Barði NK var fyrstur af stað en hann landaði 1.050 tonnum í Neskaupstað í gærkvöldi.

Samkvæmt Theodóri Haraldssyni skipstjóra Barða tók tíma að finna síldina en hann var að öðru leyti ánægður með veiðina. „Við byrjuðum á að leita út af Faxaflóa og síðan var leitað alveg norður á Hala en síldarfréttir höfðu borist þaðan,“ segir hann í samtali við heimasíðu Síldarvinnslunnar. Á Halanum segir hann þó enga síld hafa verið og því hafi þeir þurft frá að hverfa. Að lokum hafi síldin þó fundist í Jökuldýpinu.

Stærri en norsk-íslenska síldin

„Veiðin gekk vel. Við fengum aflann í þremur holum og dregið var í 2-4 tíma í hverju þeirra,“ segir Theodór og bætir við að í fyrsta holinu hafi fengist 400 tonn, 80 í öðru þeirra og í því þriðja hafi heil 550 tonn skilað sér um borð. „Það var blíðuveður allan túrinn og segja má að síldin sem fékkst sé dæmigerð íslensk sumargotssíld, rétt undir 300 grömmum að þyngd.“ Hann segir menn ánægða með upphaf vertíðarinnar og nú styttist í að haldið verði á árshátíð fyrirtækisins í Póllandi.

Geir Sigurpáll Hlöðversson, rekstrarstjóri fiskiðjuversins í Neskaupstað, segir síldina líta vel út. „Þetta er fallegasta síld en hún er heldur smærri en norsk–íslenska síldin eins og eðlilegt er,“ segir hann. „Vinnslan á síldinni í fiskiðjuverinu gengur vel en verið er að framleiða samflök og roðlaus flök.“

Beitir NK þarf að bíða um sinn eftir því að röðin komi að sér en honum var siglt til Hafnarfjarðar í gær. Þaðan verður síðan haldið á miðin þegar áhöfnin kemur fersk til baka úr árshátíðarferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.11.25 561,05 kr/kg
Þorskur, slægður 7.11.25 709,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.11.25 369,09 kr/kg
Ýsa, slægð 7.11.25 399,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.11.25 236,05 kr/kg
Ufsi, slægður 7.11.25 281,90 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 7.11.25 192,43 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.11.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 407 kg
Ýsa 235 kg
Keila 148 kg
Hlýri 60 kg
Karfi 22 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 877 kg
7.11.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 177 kg
Þorskur 100 kg
Karfi 59 kg
Langlúra 58 kg
Skarkoli 56 kg
Steinbítur 48 kg
Þykkvalúra 15 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 526 kg
7.11.25 Magnús SH 205 Dragnót
Þorskur 2.817 kg
Ýsa 1.455 kg
Skrápflúra 876 kg
Samtals 5.148 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 7.11.25 561,05 kr/kg
Þorskur, slægður 7.11.25 709,46 kr/kg
Ýsa, óslægð 7.11.25 369,09 kr/kg
Ýsa, slægð 7.11.25 399,55 kr/kg
Ufsi, óslægður 7.11.25 236,05 kr/kg
Ufsi, slægður 7.11.25 281,90 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 7.11.25 192,43 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

7.11.25 Kristján HF 100 Lína
Þorskur 407 kg
Ýsa 235 kg
Keila 148 kg
Hlýri 60 kg
Karfi 22 kg
Ufsi 5 kg
Samtals 877 kg
7.11.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót
Ýsa 177 kg
Þorskur 100 kg
Karfi 59 kg
Langlúra 58 kg
Skarkoli 56 kg
Steinbítur 48 kg
Þykkvalúra 15 kg
Ufsi 13 kg
Samtals 526 kg
7.11.25 Magnús SH 205 Dragnót
Þorskur 2.817 kg
Ýsa 1.455 kg
Skrápflúra 876 kg
Samtals 5.148 kg

Skoða allar landanir »