Stór hluti grásleppusjómanna virðist einarður í andstöðu sinni gegn frumvarpi um afnám kvótasetningar á grásleppu, en hún var færð í lög á síðasta ári. Frumvarpið var einnig lagt fram á síðasta löggjafarþingi en náði ekki fram að ganga áður en þingi var slitið. Landssamband grásleppusjómanna (LSG) sendi afdráttarlausa yfirlýsingu í samráðsgáttina sem 82 sjómenn skrifuðu undir. Eru það ríflega helmingi fleiri en skrifuðu undir sambærilega umsögn LSG um frumvarpið sem lagt var fram á síðasta þingi, en þá lögðu 36 nafn sitt við yfirlýsinguna.
Ekki ríkir einhugur meðal smábátasjómanna um það hvernig veiðistjórnun grásleppu skuli háttað. Landssamband smábátaeigenda (LS) lýsir sig mótfallið því að grásleppuveiðar séu háðar kvóta og sendi sambandið inn umsögn þar að lútandi. Afstaða LS var sögð ein ástæða þess að LSG var stofnað árið 2021 og sendi LSG inn eigin umsögn. Það hafa nokkrir grásleppusjómenn einnig gert sjálfir.
Andri Ottó Kristinsson, háseti og grásleppusjómaður, segist hafa stundað grásleppu frá 17 ára aldri og að lengi hafi hann verið andvígur dagakerfinu. „Eftir fyrsta árið af aflamarksstýrðum veiðum get ég ekki annað sagt en að þeim sem stunda grásleppuveiðar væri mikill óleikur gerður að þetta frumvarp næði fram að ganga,“ segir hann og bætir við að bæði fyrirsjáanleiki og vinnuhagræði hafi breyst til muna við umbreytingu kerfisins. Rekur hann það meðal annars til þess að í aflamarksstýrðu kerfi sé sjómönnum unnt að taka upp net og fjölga þeim eða fækka eftir því hvernig viðrar eða veiðist. „Svo ekki sé minnst á öryggi áhafna við að þurfa ekki að taka alla dagana í beit óháð veðri, það eitt og sér ætti að vega mjög þungt að fara ekki með kerfið aftur til fortíðar.“
Jón Tómas Svansson er skýr í sinni umsögn en hann skrifar fyrir hönd útgerðarinnar Grönvold. Hann bendir á að MSC-vottun sé mikilvæg fyrir sölu á grásleppuafurðum og mikil vinna hafi verið lögð í að endurheimta þá vottun. Telur hann að afnám kvótasetningar færi það starf aftur á byrjunarreit. „Það er komið eitt ár í núverandi veiðistjórn grásleppu og engin rök sem mæla gegn núverandi kerfi.“ Jón bætir því við að einhverjir annmarkar séu enn þá á nýuppteknu kerfi, en engu að síður séu „engin haldbær rök fram komin sem gefa átyllu um nauðsynlegar lagabreytingar á nýsettum lögum.“
Oddur Vilhelm Jóhannsson grásleppusjómaður segist verulega ósáttur við frumvarpið. „Að ætla að taka grásleppuna úr aflamarki er verulega vond ákvörðun,“ segir hann og vísar meðal annars til MSC-vottunar, líkt og Andri Ottó. „Ég hvet stjórnvöld að breyta ekki til baka því kerfi sem nú er komið,“ segir hann. Grásleppusjómaðurinn Kristinn Ólafsson tekur undir orð kollega sinna og segir í sinni umsögn að eftir síðustu vertíð hafi hann séð mun til hins betra á vinnuumhverfinu og kallar nýtt frumvarp „arfavitlaust“.
Valentínus Guðnason segist vera grásleppukarl til áratuga og tekur fram að hann hafi lengi talað fyrir kvótasetningu grásleppu. „Jöfnuðurinn á milli byggðarlaganna næst með kvótasetningu því hvert svæði á sínar heimildir,“ segir hann. „Fyrir hvaða hagsmunaaðila er atvinnuveganefnd að vinna? Ekki þá sem eru og hafa haft atvinnu til langs tíma af grásleppuveiðum,“ segir Valentínus í umsögn sinni. „Ég hvet nefndarmenn til að íhuga vel hversu gríðarlegt bakslag það yrði að fara aftur til baka.“
Þröstur Ingi Auðunsson er grásleppumaður í Stykkishólmi sem varar einnig við afnámi kvótasetningar grásleppu og segir það „algjört glapræði“ að hverfa aftur til dagakerfis. „Ég vil líka benda mönnum á að ef dagakerfið hefði verið á síðustu vertíð þá hefðu verið gefnir út 8 til 9 dagar á bát,“ segir hann enn fremur. „Hlustum á þá sem stunda veiðarnar og höfum grásleppuna í kvóta eins og aðrar fisktegundir við Ísland.“
Guðmundur Haukur Þorleifsson gerir út frá Sauðárkróki og hefur stundað grásleppuveiðar frá 15 ára aldri. Hann lítur um öxl í umsögn sinni og segir forsendur hafa breyst. „Mér þykir afar leitt að horfa á afkomu grásleppuveiða minnka með árunum,“ segir Guðmundur. „Alltaf þarf 100% árangur til að veiðar beri sig og hægt sé að bjóða samkeppnishæf laun og fá háseta með mér. Því tel ég að kvótakerfi sé nauðsynlegt til hagræðingar og til að eyða óvissu sem er fyrir hverja vertíð.“ Hann bendir á að samþjöppun veiðiheimilda sé óhjákvæmileg en tekur fram að varnaglar séu í kerfinu með hámarki hlutdeildar og svæðaskiptingu. Hann telur þó að einnig mætti miða við að bátar væru að hámarki 15 brúttótonn að stærð.
Þó að margir grásleppusjómenn styðji nýja kerfið er það ekki algilt. Svanur Jóhannsson sem gerir út frá Stykkishólmi lýsir yfir stuðningi við frumvarpið í umsögn sinni. „Undirritaður styður frumvarpið heilshugar og lýsir ánægju með að grásleppa verði færð í fyrra horf og farsæl veiðistjórn sem varað hefur í 40 ár endurheimt,“ segir hann og bætir við að í kjölfar nýju laganna hafi þrýstingur myndast á strandveiðikerfið. Með nýju frumvarpi verði jafnvægi á milli grásleppuveiða og strandveiða viðhaldið.
Fyrstu umræðu um frumvarpið er lokið en fyrsti flutningsmaður þess er Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Flokks fólksins.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar.
Til þess að lesa hana þarftu að skrá þig inn.
Ertu ekki með notendaaðgang? Fara í nýskráningu.
Þú ert innskráð(ur) sem ... en ert ekki með áskrift.
Aðgangur að þessari frétt í fullri lengd krefst áskriftar að Morgunblaðinu, rafræns aðgangs á borð við vikupassa eða séráskriftar að viðkomandi efnisflokki á mbl.is.
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 7.11.25 | 561,05 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 7.11.25 | 709,46 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 7.11.25 | 369,09 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 7.11.25 | 399,55 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 7.11.25 | 236,05 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 7.11.25 | 281,90 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 7.11.25 | 192,43 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 7.11.25 Kristján HF 100 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 407 kg |
| Ýsa | 235 kg |
| Keila | 148 kg |
| Hlýri | 60 kg |
| Karfi | 22 kg |
| Ufsi | 5 kg |
| Samtals | 877 kg |
| 7.11.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
|---|---|
| Ýsa | 177 kg |
| Þorskur | 100 kg |
| Karfi | 59 kg |
| Langlúra | 58 kg |
| Skarkoli | 56 kg |
| Steinbítur | 48 kg |
| Þykkvalúra | 15 kg |
| Ufsi | 13 kg |
| Samtals | 526 kg |
| 7.11.25 Magnús SH 205 Dragnót | |
|---|---|
| Þorskur | 2.817 kg |
| Ýsa | 1.455 kg |
| Skrápflúra | 876 kg |
| Samtals | 5.148 kg |
| Afurð | Dags. | Meðalverð |
|---|---|---|
| Þorskur, óslægður | 7.11.25 | 561,05 kr/kg |
| Þorskur, slægður | 7.11.25 | 709,46 kr/kg |
| Ýsa, óslægð | 7.11.25 | 369,09 kr/kg |
| Ýsa, slægð | 7.11.25 | 399,55 kr/kg |
| Ufsi, óslægður | 7.11.25 | 236,05 kr/kg |
| Ufsi, slægður | 7.11.25 | 281,90 kr/kg |
| Undirmálsufsi, óslægður | 24.10.25 | 9,00 kr/kg |
| Djúpkarfi | 23.10.25 | 243,00 kr/kg |
| Gullkarfi | 7.11.25 | 192,43 kr/kg |
| Litli karfi | 16.10.25 | 11,00 kr/kg |
| 7.11.25 Kristján HF 100 Lína | |
|---|---|
| Þorskur | 407 kg |
| Ýsa | 235 kg |
| Keila | 148 kg |
| Hlýri | 60 kg |
| Karfi | 22 kg |
| Ufsi | 5 kg |
| Samtals | 877 kg |
| 7.11.25 Ásdís ÍS 2 Dragnót | |
|---|---|
| Ýsa | 177 kg |
| Þorskur | 100 kg |
| Karfi | 59 kg |
| Langlúra | 58 kg |
| Skarkoli | 56 kg |
| Steinbítur | 48 kg |
| Þykkvalúra | 15 kg |
| Ufsi | 13 kg |
| Samtals | 526 kg |
| 7.11.25 Magnús SH 205 Dragnót | |
|---|---|
| Þorskur | 2.817 kg |
| Ýsa | 1.455 kg |
| Skrápflúra | 876 kg |
| Samtals | 5.148 kg |
