Strandveiðibátur í óhefðbundnu hlutverki

Trillan Hvítá HF fékk óhefðbundið hlutverk í auglýsingabransanum í sumar þegar komið var fyrir 150 kílóa LED-skjá á dekki bátsins sem kynnti Milt fljótandi þvottaefni. Skjárinn blasti við vegfarendum í kringum Hafnarfjarðarhöfn og vakti bæði undrun og kátínu.

Auglýsingastofan Cirkus, sem stóð fyrir gjörningnum, hefur nú birt myndband sem sýnir Hvítá við kynningarstörf og sjá má í spilaranum hér fyrir ofan.

Skrýtin hugmynd

„Mér fannst þetta svolítið skrítin hugmynd,“ segir Guðlaugur Jónasson, skipstjóri Hvítár. Þetta var í fyrsta sinn sem hann tók þátt í auglýsingaverkefni en hann hefur stundað strandveiðar um árabil. „Félagi minn ætlaði upphaflega að taka þetta að sér, en mér leist ekki á að svona stór 150 kílóa skjár færi á bátinn hans.“ Varð það til þess að Guðlaugur bauð fram sinn bát í staðinn.

„Þetta var nú bara gaman og gekk ljómandi vel. Við settum kör í lestina til að tryggja stöðugleika,“ segir hann. Aðspurður hvað hann hefði sjálfur auglýst á skjánum ef hann hefði haldið áfram að sigla um með hann á dekkinu svaraði Guðlaugur án þess að hika: „Frjálsar, umhverfisvænar handfæraveiðar.“

Guðlaugur Jónasson skipstjóri við höfnina í Hafnarfirði en Hvítá HF …
Guðlaugur Jónasson skipstjóri við höfnina í Hafnarfirði en Hvítá HF er við landfestar að baki honum. Ljósmynd/Aðsend

Leikur að orðum

Í tilkynningu Cirkus auglýsingastofu er útskýrt að ætlunin hafi verið að nálgast Milt þvottaefni á nýstárlegan hátt. Þó að orðið „fljótandi“ vísi til þess að þvottaefnið sé á fljótandi formi hafi þótt skemmtilegt að leika sér með orðið og setja auglýsinguna bókstaflega á flot. Þá hafi ætlunin verið að tengja þvottaefnið við náttúruna með skýrari hætti. „Með því að færa hreinleikaskilaboðin út á sjó var bæði leikið með íslenskt landslag og tenginguna við náttúrulegan ferskleika – eiginleika sem Milt hefur lagt áherslu á,“ segir í tilkynningunni.

Milt þvottaefni var fyrst sett á markað af sápugerðinni Frigg árið 1986 undir slagorðinu „Milt fyrir barnið,“ en þvottaefnið var þróað til að vernda viðkvæma húð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.11.25 644,96 kr/kg
Þorskur, slægður 10.11.25 587,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.11.25 398,34 kr/kg
Ýsa, slægð 10.11.25 467,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.11.25 281,27 kr/kg
Ufsi, slægður 10.11.25 362,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 10.11.25 264,25 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.11.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 37.217 kg
Ýsa 10.590 kg
Samtals 47.807 kg
10.11.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.401 kg
Þorskur 1.347 kg
Samtals 2.748 kg
10.11.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 1.025 kg
Ýsa 66 kg
Samtals 1.091 kg
10.11.25 Kaldi SK 121 Þorskfisknet
Ýsa 316 kg
Þorskur 154 kg
Samtals 470 kg
10.11.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 11.316 kg
Samtals 11.316 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 10.11.25 644,96 kr/kg
Þorskur, slægður 10.11.25 587,12 kr/kg
Ýsa, óslægð 10.11.25 398,34 kr/kg
Ýsa, slægð 10.11.25 467,73 kr/kg
Ufsi, óslægður 10.11.25 281,27 kr/kg
Ufsi, slægður 10.11.25 362,55 kr/kg
Undirmálsufsi, óslægður 24.10.25 9,00 kr/kg
Djúpkarfi 23.10.25 243,00 kr/kg
Gullkarfi 10.11.25 264,25 kr/kg
Litli karfi 16.10.25 11,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

10.11.25 Bylgja VE 75 Botnvarpa
Þorskur 37.217 kg
Ýsa 10.590 kg
Samtals 47.807 kg
10.11.25 Sandfell SU 75 Lína
Ýsa 1.401 kg
Þorskur 1.347 kg
Samtals 2.748 kg
10.11.25 Agnar BA 125 Línutrekt
Þorskur 1.025 kg
Ýsa 66 kg
Samtals 1.091 kg
10.11.25 Kaldi SK 121 Þorskfisknet
Ýsa 316 kg
Þorskur 154 kg
Samtals 470 kg
10.11.25 Erling KE 140 Þorskfisknet
Þorskur 11.316 kg
Samtals 11.316 kg

Skoða allar landanir »