c

Pistlar:

22. mars 2007 kl. 10:41

Svanur Guðmundsson (svanur.blog.is)

Breiðamerkurjökull '73 vs '00 og umhverfisáhrif.

Ég datt niður á þessa mynd á netinu. 

breiðamerkurjökull

Dálítið stór mynd en vel þess virði að skoða. Myndin vinstra megin er tekin í september 1973 og sú síðar í desember 2000. Þarna sést vel hvað jökullin hefur dregist saman og líka sem kom mér á óvart að ströndin er að styrkjast. Þannig að áhyggjur manna um að hringvegurinn sé að rofna gæti verið  ástæðulaus.

Það sem kom mér þó mest á óvart er textinn sem fylgir þessum myndum. Það skal tekið fram að þetta er af síðu Sameinuðu Þjóðanna, UNEP. Sem stendur fyrir umhverfisstefnu Sameinuðuþjóðanna.

linkur: http://na.unep.net/digital_atlas2/webatlas.php?id=118 

En þar segir: "Over time, the glacier has receded so that its base is now several kilometers from the coast. As the huge river of ice pulled back across the Icelandic landscape, thousands of hectares of fertile farmland have been exposed, and people are populating the area that was until recently buried under tonnes of ice. ".

Í lauslegri þýðingu útleggst: "Í gegnum tíman hefur jökullinn minnkað þannig að jaðarinn er nokkrum kílómetrum frá ströndinni.  Við að miklir skriðjöklar hopa á Íslandi, koma þúsundir ferkílómetra af frjósömu ræktarlandi í ljós og fólk er að setjast að á þessum svæðum sem áður voru hulin þúsundum tonna af ís. "

já já. Mikið af fólki sem býr við jökuljaðarinn við ræktunarstörf. Eru allar upplýsingar svona sem við erum að fá af umhverfisáhrifum. Þurfa fréttir alltaf að vera ýktar til að vera frétt.

Auðvitað er umhverfi okkar að breytast. það hefur alltaf verið að breytast. Þegar eitthvað breytist ekki þá er það dautt.

Umræðan núna um umhverfisárif er lík og heimsendaspárnar  sem maður las um í menntaskóla. Fæðuskortur vegna offjölgunar mannkyns, olían búin því lindirnar væru tómar og eitthvað hræðilegt í viðbót. Púff ekkert gerðist.  

Auðvitað eigum við að vera varkár og láta náttúruna njóta vafans. Ég hef td. alla tíð verið ósammála Kárahnúkavirkjun og þeim umhverfisáhrifum sem hún veldur. En virði skoðanir annarra í því máli. Einsog einn góður vinur minn sagði og gerði mig kjaftstopp, en hann sagði  "eigum við að setja eldgos í umhverfismat".