Þjónustuskrá

Lögfræðiþjónusta

Útfararstofa Kirkjugarðanna

Vesturhlíð 2

105 Reykjavík

Sími 5511266

utfor@utfor.is http://www.utfor.is

Lögfræðiþjónusta

Lögfræðiþjónusta er nýjung í starfsemi útfararstofa á Íslandi en á Norðurlöndum bjóða flestar stærri útfararstofur uppá lögfræðiþjónustu.

Það getur reynst aðstandendum mikilvægt að fá faglega ráðgjöf og aðstoð við skipti á dánarbúum í framhaldi af útfararþjónustunni. Sú þjónusta er einn þáttur lögfræðiþjónustu okkar.

Annar þáttur lögfræðiþjónustunnar er á sviði erfða- og  fjölskylduréttar, allt frá ráðgjöf til skjalagerðar og umsýslu. Framtíðin er óskrifað blað og það er bæði skynsamlegt og ráðlegt að huga að þessum málum, fá faglega þjónustu og aðstoð við að gera ráðstafanir með ritun erfðaskrár og/eða kaupmála. Fyrsta skrefið gæti verið að fá ráðgjöf þar sem hlutleysis og trúnaðar er gætt.

Á heimasíðu Útfararstofu Kirkjugarðanna eru m.a. handhægar reiknivélar sem sýna ýmsar hliðar erfðamála. Þar er hægt að sjá hver verður hlutur einstakra erfingja samkvæmt erfðalögum og sýndar leiðir til að gera breytingar þar á, ef fólk óskar þess.

 Í lögfræðiþjónustu okkar felst m.a. eftirfarandi:

·         Ráðgjöf og upplýsingar á sviði fjölskyldu- og erfðaréttar

·         Gerð erfðaskrár og kaupmála

·         Varðveisla erfðaskráa

·         Uppgjör dánarbúa

·         Gerð erfðafjárskýrslna

 

·         Fyrsta viðtal hjá lögfræðingi er gjaldfrjálst