Þjónustuskrá
Útfararþjónusta
Frímann og Hálfdan - Útfararþjónusta


Starfsmenn Útfararþjónustunnar hafa áralanga reynslu af umsjón útfara og eru vanir að umgangast fólk á viðkvæmustu stundum í lífi þess. Þeir sýna aðstandendum fullan trúnað og eru bundnir þagnareiði um allt það sem fram fer í starfi þeirra.
Í húsnæði Útfararþjónustunnar er góð aðstaða til þess að ræða við aðstandendur í næði um ýmis viðkvæm ákvörðunaratriði.
Frímann & Hálfdán – Útfararþjónusta annast útfarir frá öllum kirkjum á höfuðborgarsvæðinu.
Í þjónustunni felst m.a. að:
- Flytja hinn látna í líkhús
- Aðstoða við val á kistu, rúmfötum og líkklæðum
- Útvega kapellu til kistulagningar
- Útvega kirkju
- Panta organista, söngfólk og hljóðfæraleikara
- Útvega legstað í kirkjugarði
- Panta blómaskreytingar
- Aðstoða við val á tónlist
- Útbúa sálmaskrá
- Aðstoða við öflun líkbrennsluheimildar
- Útvega duftker
- Útvega kross og skilti á leiði
- Stjórna útför