Sett inn: 8. sep.

Intellecta

Tæknistjóri (Chief Technology Officer)

Mentis Cura er í örum vexti og leitar nú að reyndum tæknistjóra (Chief Technology Officer) til að leiða og umbreyta núverandi rannsóknarteymi í alþjóðlegt þróunarfyrirtæki sem getur veitt greiningarþjónustu á hraðvaxandi markaði. Þessi staða heyrir beint undir forstjóra fyrirtækisins. Starfið er nátengt höfuðstöðvum Mentis Cura í Forskningsparken í Osló í Noregi, en viðkomandi verður staðsettur á
skrifstofu félagsins í Reykjavík og ferðast reglulega til Noregs.
Þetta er starf sem býður upp á kjörið tækifæri til að sameina  mynsturgreiningu/vélanám, klínískar rannsóknir og gagnreynda tækni til að spá fyrir um heilasjúkdóma og raskanir með mikilli nákvæmni.
Þú munt leiða öflugt teymi sérfræðinga sem staðsettir eru í Noregi, Japan og á Íslandi. Þú þarft að hafa reynslu af því að setja upp hugbúnaðarteymi, búa yfir innsæi og reynslu af mynsturgreiningu/vélanámi, hafa unnið með gervigreind, sett upp skýjalausnir og viðskiptavætt þjónustu.

Staðsetning Ótilgreint
Starfssvið Stjórnunarstörf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 24. september
x