Sett inn: 10. okt.

Veðurstofa Íslands

Framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs

Veðurstofa Íslands óskar eftir að ráða í nýtt starf framkvæmdastjóra upplýsingatæknisviðs
Framkvæmdastjóri sinnir daglegri stjórnun upplýsingatæknisviðs. Þar má meðal annars telja:
Ábyrgð á stefnumótun og markmiðasetningu sviðsins. Ábyrgð á upplýsingatæknistefnu stofnunarinnar og framfylgd hennar. Ábyrgð á rekstri sviðsins, s.s. skipulagi, mannauðsmálum og áætlanagerð. Ábyrgð á samskiptum við önnur svið og stofnanir er varða upplýsingatæknimál Þátttaka í alþjóðlegri samvinnu á sviði upplýsingatækni.
Framkvæmdastjóri situr einnig í framkvæmda ráði Veðurstofunnar sem tekur stefnu mótandi ákvarðanir fyrir stofnunina.
Menntunar- og hæfniskröfur Háskólapróf og framhaldsmenntun sem nýtist í starfi, s.s. í tölvunarfræði, verkfræði eða sambærilegu Farsæl reynsla og yfirgripsmikil þekking á stjórnun Farsæl reynsla við lausn upplýsingatækniverkefna Frumkvæði og sjálfstæði í starfi Hæfni í mannlegum samskiptum og teymisvinnu Hæfni til að miðla upplýsingum Gott vald á íslensku og ensku, bæði munnlegri og skriflegri.

Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Sérfræðistörf Skrifstofustörf Stjórnunarstörf Upplýsingatækni
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 22. október
x