Sett inn: 8. nóv.

Félags- og skólaþjónusta Snæfelling

Félagsráðgjafi

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir stöðu félagsráðgjafa lausa til umsóknar. Um er að ræða 100% starf. Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast félags- og skólaþjónustu sveitar félaganna á Snæfellsnesi, Snæfellsbæjar, Stykkishólmsbæjar, Grundarfjarðarbæjar, Helgafellssveitar og Eyja-og Miklaholtshrepps. Í sveitarfélögunum búa tæplega 3.900 íbúar. Hjá FSS starfa auk forstöðumanns, skólasálfræðingur, tveir félagsráðgjafar, tveir þroskaþjálfar, náms- og starfsráðgjafi, talmeinafræðingur auk starfsfólks dagþjónustu- og hæfingar stöðva og stuðningsþjónustu sveitarfélaganna. 

Staðsetning Vesturland
Starfssvið Sérfræðistörf Ýmis störf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 15. desember
x