Sett inn: 21. nóv.

Bókari óskast

Bókari óskast

Fyrirtæki óskar eftir því að ráða öflugan bókara í 50% hlutastarf með möguleika á að starfið verði 100% innan árs eða samkvæmt samkomulagi milli aðila. Viðkomandi þarf að hafa mikinn metnað til þess að vaxa í starfi og hefur möguleika á því að vinna sig hratt upp innan fyrirtækisins. Starfsstöð og vinnutími er samkvæmt samkomulagi en mögulegt er að vinna að hluta til heima fyrir, sé þess óskað.

Aðilinn þarf að búa yfir eftirfarandi þekkingu og reynslu: 

  • Viðurkenndur bókari eða hagnýt bókhaldsþekking og reynsla af bókhaldsstörfum
  • Hæfni til að geta undirbúið mánaðarleg uppgjör í samstarfi við stjórnendur og haldgóð þekking á fjárhagsbókhaldi
  • Kunnátta á bókhaldskerfi æskileg, notast er við DK.
  • Færni í ræðu og riti, bæði í íslensku og ensku er skilyrði. Bókhaldið er fært bæði á íslensku og ensku.
  • Sjálfstæði, nákvæmni og frumkvæði í starfi
  • Góð færni í excel, almenn töluvfærni.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum og geta til að starfa bæði sjálfstætt og í hóp

Umsækjendur sendi ferilskrá þar sem kemur fram lýsing á menntun og fyrri störfum ásamt umsagnaraðilum. 

Viðkomandi þyrfti að geta hafið störf um áramót.

Umsóknir skal senda á netfangið jon@ipinc.ca fyrir 1. desember 2018.

 

Sækja um starfið
Staðsetning Höfuðborgarsvæðið Reykjanes
Starfssvið Skrifstofustörf
Starfshlutfall Fullt starf Hlutastarf
x