Sett inn: 6. des.

Bláskógabyggð

ATVINNA Í BLÁSKÓGABYGGÐ

Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og dugandi einstaklingum á líflegan og
skemmtilegan vinnustað. Við hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um störfin.

____________________________________________________________

- Virðing - Traust - Jákvæðni -

ATVINNA Í BLÁSKÓGABYGGÐ


Starfsmaður Framkvæmda-
og veitusviðs
Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir stöðu starfs-
manns Framkvæmda- og veitusviðs lausa til umsóknar.
Meginverkefni:
• Verkefni sem snúa að verklegum framkvæmdum s.s. tæknivinnu, viðhaldsverkefnum, nýfram-
kvæmdum, umsjón og verkeftirliti. Aðstoða
við framkvæmd viðhaldsverkefna.
• Verkefni sem snúa að starfi á skrifstofu,
s.s. áætlanavinna og aðstoða við gerð útboða.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun starfsmanns skal vera iðnaðar- og/eða tæknimenntun.
• Stundvísi og reglusemi og færni í almennum samskiptum, en mikil áhersla er lögð á góða þjónustu hjá Bláskógabyggð.
• Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, góð yfirsýn.
• Nákvæmni og skilvirkni í starfi.
• Krafa um góða almenna tölvukunnáttu.
• Hafi skilning og þekkingu á áætlanagerð,
s.s. verk-, kostnaðar- og fjárhagsáætlanagerð.
Um er að ræða fullt starf. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2018 en umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til sviðsstjóra á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu Reykholti, 801 Selfoss.

_____________________________________________________________

Starf forstöðumanns íþróttamannvirkja á Laugarvatni


Sveitarfélagið Bláskógabyggð auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns íþróttamannvirkja á Laugarvatni.


Verkefni forstöðumanns felast m.a. í:
• Stjórnun og ábyrgð á daglegri starfsemi,

fjárhagsáætlunum og rekstri íþróttamannvirkja.
• Að hafa umsjón með viðhaldi og rekstri tækja og búnaðar.
• Ráðningum afleysingafólks.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Uppfylli skilyrði sem fram koma í reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.
• Búi yfir skipulags- og stjórnunarfærni.
• Hafi þjónustulund, færni í mannlegum samskiptum og reynslu af því að umgangast börn og unglinga.
• Sé í starfi sínu hvetjandi og góð fyrirmynd.
• Hafi hreint sakavottorð.
Um er að ræða fullt starf. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2018 en umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til sviðsstjóra á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu Reykholti, 801 Selfoss.

____________________________________________________________

Aðstoðarmatráður

Vegna forfalla auglýsir sveitarfélagið Bláskógabyggð

stöðu aðstoðarmatráðs lausa til umsóknar. Bláskógabyggð leitar að jákvæðum og dugandi einstaklingi á líflegan og skemmtilegan vinnustað. Við hvetjum jafnt konur sem karla að sækja um starfið.


Meginverkefni:
• Aðstoð við matseld.
• Umsjón með frágangi og þrif í eldhúsi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Reynsla af starfi í eldhúsi æskileg.
• Góð færni í mannlegum samskiptum.
• Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
Um er að ræða fullt starf. Laun og starfskjör samkvæmt kjarasamningi sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 19. desember 2018 en umsóknir og fyrirspurnir skulu berast til sviðsstjóra á netfangið bjarni@blaskogabyggd.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Aratungu Reykholti, 801 Selfoss.

____________________________________________________________

 

Staðsetning Suðurland
Starfssvið Ýmis störf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 19. desember
x