Sett inn: 6. des.

Sveitafélagið Árborg

Heilsuleikskólinn Árbær

Heilsuleikskólinn Árbær
auglýsir eftirfarandi stöður
lausar til umsóknar

 

Sérkennslustjóri

 

Heilsuleikskólinn Árbær auglýsir eftir sérkennslustjóra í 100% starfshlutfall frá og með 1. janúar 2019. Leitað er að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi sem er fær um að taka að sér umsjón með sérkennslu, stjórnunarlega ábyrgð og þátttöku í stjórnunarteymi.
Meginverkefni:
• Starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra, öðrum lögum er við eiga, aðalnámskrá leikskóla og skólastefnu Árborgar.
• Faglegur umsjónarmaður sérkennslu í leikskólanum og veitir ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans.
• Hefur yfirumsjón með gerð verkefna og ber ábyrgð á gerð einstaklingsnámskráa fyrir börn sem njóta sérkennslu.
• Veita foreldrum/forráðamönnum barna stuðning, fræðslu og ráðgjöf.
• Þátttaka í stefnumörkun skólans ásamt stjórnunarteymi og öðru samstarfsfólki.
Menntun og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun
• Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum
• Sýni jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilja.
• Góð færni í mannlegum samskiptum.
• Reynsla, áhugi og hæfni í starfi með börnum.
• Góðir skipulagshæfileikar
• Færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Góð íslenskukunnátta

 

_______________________________________________

Leikskólakennarar


Um er að ræða 100% stöður frá og með 1. janúar 2019. Helstu verkefni og ábyrgð leikskólakennara er að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.
Menntun og færnikröfur:
• Leikskólakennararéttindi
• Jákvæðni, frumkvæði og samstarfsvilji
• Færni í mannlegum samskiptum
• Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
• Góðir skipulagshæfileikar
• Færni í að tjá sig í ræðu og riti


Frekari upplýsingar veitir Kristín Eiríksdóttir, sími 480 3250 og áhugasamir geta sent umsóknir á netfangið arbaer@arborg.is.
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2018.
Störfin henta jafnt körlum sem konum og launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Staðsetning Suðurland
Starfssvið Kennsla
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 15. desember
x