Sett inn: 10. jan.

Landhelgisgæsla Íslands

Við erum til taks !

Við erum til taks !  

Landhelgisgæsla Íslands er borgaraleg öryggis,
eftirlits- og löggæslustofnun sem sinnir öryggisgæslu og
björgun á hafi úti og fer með löggæslu á hafinu. Sam -
kvæmt lögum nr. 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands
er henni falið að gæta ytri landamæra og að standa vörð
um fullveldisrétt Íslands á hafsvæðinu í kringum landið.
Hjá Landhelgisgæslu Íslands starfar tæplega 200 manna
samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við
erum til taks. Gildi okkar eru:
Öryggi – Þjónusta – Fagmennska
Höfuðstöðvar eru í Skógarhlíð 14 í Reykjavík en
starfsstöðvar eru einnig á Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvelli,
í varðskipum og ratsjárstöðvum.
Frekari upplýsingar um starfsemina er að finna á
www.lhg.is eða á fésbókarsíðu okkar.
Flugvirki
Flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna fjölbreyttum
verkefnum í krefjandi starfsumhverfi.


Menntunar- og hæfniskröfur:
• Viðurkenndu flugvirkjanámi lokið
• Æskilegt að námi hafi verið lokið í þyrluþætti
PART 66 „module 12“
• Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti
• Sjálfstæði í starfi, sveigjanleiki og góð samskiptafærni
• Framúrskarandi álags- og streituþol

 


Umsækjendur þurfa að standast kröfur Landhelgisgæslu
Íslands um líkamlegt og andlegt atgerfi. Þá þurfa um sækjendur
að standast öryggisvottunarkröfur
samkvæmt lögum nr. 52/2006 og 34/2008.
Um er að ræða fullt starf. Laun eru greidd samkvæmt
kjarasamningi
flugvirkja við Landhelgisgæslu Íslands.
Starfsstöð er á Reykjavíkurflugvelli.
Umsóknarfrestur er til og með 21. janúar 2019.
Sótt er um starfið á www.capacent.is. Umsókn þarf að
fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf
þar sem gerð
er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni
viðkomandi í starfið.


Nánari upplýsingar veitir Inga Guðrún Birgisdóttir,
mannauðsstjóri, ingab@lhg.is.
Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum einstaklingi til að slást í samhent
teymi Gæslunnar. Viðkomandi þarf að vera traustur, með ríka þjónustulund og geta
tekist á við krefjandi verkefni.

Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Sérfræðistörf Ýmis störf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 21. janúar
x