Sett inn: 5. feb.

Slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi

Slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi

Slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi

Laust er til umsóknar starf slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum á Austurlandi.
Brunavarnir á Austurlandi er rekstrarsamlag, með lögheimili og starfsstöð slökkviliðsstjóra á Fljótsdalshéraði, sem annast brunavarnir í sveitarfélögunum Borgarfjarðarhreppi, Djúpavogshreppi, Fljótsdalshéraði, Fljótsdalshreppi, Seyðisfjarðarkaupstað og Vopnafjarðarhreppi.

Starfssvið:
• Framkvæmdastjóri Brunavarna á Austurlandi
• Yfirumsjón og ábyrgð á rekstri og stjórnun slökkviliða í aðildarsveitarfélögunum
• Ráðning slökkviliðsmanna í samráði við varðstjóra á hverjum stað
• Ábyrgð á faglegri starfsemi slökkviliða í aðildarsveitarfélögunum
• Úttektir, eldvarnareftirlit og stjórnun aðgerða
• Eftirlit með viðhaldi og fjárfestingum og tillögugerð þar um til viðkomandi sveitarstjórna
• Umsjón með fjárreiðum, stefnumótun og áætlanagerð í samráði við stjórn
• Samskipti við hagsmunaaðila
• Önnur þau verkefni er stjórn felur viðkomandi í samræmi við starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Umsækjandi skal hafa löggildingu sem slökkviliðsmaður skv. 17. gr. laga nr. 75/2000 og/eða hafa starfað að lágmarki í eitt ár í slökkviliði sem löggiltur slökkviliðsmaður eða hafa hásklólamenntun með sérmenntun í brunamálum
• Reynsla og/eða haldgóð þekking á stjórnun slökkviliðs æskileg
• Leiðtogahæfni
• Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
• Góð almenn tölvukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti
• Þjónustulund, jákvæðni og hæfni í mannlegum samskiptum


Um fullt starf er að ræða en laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.


Æskilegt er að viðkomandi geti komið til starfa eigi síðar en í byrjun júlí 2019.
Allar frekari upplýsingar veita Björn Ingimarsson, formaður stjórnar Brunavarna á Austurlandi, bjorni@egilsstadir.is og/eða Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Austurlandi, baldur@brunavarnir.is .


Umsóknarfrestur er til og með 25. febrúar 2019.
Umsóknir berist á skrifstofu Fljótsdalshéraðs, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir merkt SLÖKKVILIÐSSTJÓRI BRUNAVARNA Á AUSTURLANDI eða á netfangið bjorni@egilsstadir.is.

Staðsetning Austurland
Starfssvið Stjórnunarstörf Ýmis störf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 25. febrúar
x