Sett inn: 9. feb.

Háskólasetur Vestfjarða

Fagstjóri meistaranáms: Sjávarbyggðafræði

Háskólasetur Vestfjarða leitar að kraftmiklum einstaklingi í krefjandi starf fagstjóra nýrrar námsleiðar í sjávarbyggðafræði (Coastal Communities and Regional Development). Námsleiðin er sambærlileg alþjóðlegri, þverfaglegri námsleið á meistarastigi í haf- og strandsvæðastjórnun (Coastal and Marine Management), sem nú þegar er kennd við Háskólasetrið, með um 40-50 virkum meistaranemum ár hvert. Báðar námsleiðirnar eru í samstarfi við Háskólann á Akureyri.

Staðsetning Vestfirði
Starfssvið Sérfræðistörf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 28. febrúar
x