Sett inn: 9. feb.

SORPA

Stöðvarstjóri móttöku- og flokkunarstöðvar

SORPA bs. óskar að ráða öflugan einstakling í starf stöðvarstjóra móttöku- og flokkunarstöðvar fyrirtækisins í Gufunesi. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga á endurvinnslu, endurnýtingu úrgangs og öðrum umhverfismálum. Stöðvarstjóri er hluti af yfirstjórn fyrirtækisins.
Konur eru sérstaklega hvattar til að sækja um starfið.

 

Starfssvið:
Dagleg stjórnun og rekstur.
Starfsmannamál.
Áætlanagerð og eftirfylgni.
Yfirumsjón með samningum og framfylgni þeirra við verktaka.
Ábyrgð á virkni tækja og viðhaldsáætlunum.
Ábyrgð á að starfsemi fylgi lögum og reglum.
Skipulagning innkaupa, rýni og samþykkt reikninga.

 

Menntunar- og hæfniskröfur:
Iðnmenntun og/eða iðnfræði eða sambærilegt nám sem nýtist í starfi. Framhaldsnám í stjórnun kostur.
Reynsla af stjórnun og rekstri.
Reynsla af áætlanagerð og kostnaðareftirliti.
Þekking á vélbúnaði er kostur.
Þekking og reynsla af gæðakerfum æskileg.
Jákvætt viðmót og hæfni í samskiptum.
Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti. Kunnátta á einu Norðurlandamáli er æskileg.

 

Umsóknarfrestur
19. febrúar

 

Upplýsingar og umsókn
capacent.com/s/12xxx

Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Sérfræðistörf Skrifstofustörf Stjórnunarstörf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 19. febrúar
x