Sett inn: 7. mar.

Dómsmálaráðuneytið

Lögfræðingur/sérfræðingur á sviði útlendingamála

Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir reynslumiklum lögfræðingi/sérfræðingi til starfa á skrifstofu réttinda einstaklinga. Skrifstofa réttinda einstaklinga annast stefnumótun, frumvarpasmíði, mótun reglugerða og reglna og ber ábyrgð á stjórnsýslu í þeim málaflokkum sem undir skrifstofuna heyra. Skrifstofan annast jafnframt almennt stjórnsýslueftirlit með stjórnsýslustofnunum sem undir skrifstofuna heyra. Leitað er að einstaklingi til að sinna verkefnum tengdum vinnu við málefni útlendinga. Í starfinu felst vinna við stefnumótun í málefnum útlendinga og greiningarvinna, þ. á m. að fylgjast með breytingum og þróun í málefnum flóttamanna og umsækjenda um alþjóðlega vernd. Í starfinu felst einnig vinna við gerð frumvarpa, reglugerða og reglna og samskipti og samstarf við stofnanir og aðra aðila sem koma að málaflokknum innlenda sem erlenda. Þá felast einnig í starfinu ýmis önnur tilfallandi verkefni á málefnasviði skrifstofunnar. Menntunar– og hæfniskröfur 

Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Sérfræðistörf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 25. mars
x