Sett inn: 14. mar.

Stjórnarráð Íslands, Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Forstjóri Samgöngustofu

Við leitum að framsýnum leiðtoga með brennandi áhuga á þróun og framtíð samgöngumála á Íslandi, metnað til að veita framúrskarandi þjónustu og ná árangri í þágu almennings og atvinnulífs.

Ráðherra skipar forstjóra Samgöngustofu til fimm ára frá 6. ágúst nk.

Forstjóri Samgöngustofu stýrir stofnuninni og ber ábyrgð á rekstri hennar, þjónustu og árangri. Hjá Samgöngustofu starfa 150 starfsmenn í fjölbreyttum störfum. Stofnunin fer með stjórnsýslu, öryggismál og eftirlit á sviði flugmála, umferðar- og vegamála, siglinga- og hafnamála. Meðal annarra verkefna Samgöngustofu eru rannsóknir, greining og þróun á starfssviðinu ásamt fræðslu og upplýsingamiðlun um samgöngumál.

Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Stjórnunarstörf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 1. apríl
x