Sett inn: 16. mar.

Mosfellsbær

Skólastjóri í Mosfellsbæ

Skólastjóri í Mosfellsbæ

Lágafellsskóli — Sterkur grunnur, ótal möguleikar

 

Mosfellsbær er í fararbroddi í nýbreytni í skólastarfi og státar af fjölbreyttu skólaformi. Lágafellsskóli er samþættur leik- og grunnskóli sem vinnur í anda uppbyggingarstefnu. Starfsemi skólans fer fram í tveimur byggingum þar sem yngstu bekkir grunnskóla ásamt elstu árgöngum leikskóla eru staðsettir í útibúi skólans, Höfðabergi. Mosfellsbær leitar eftir framsæknum einstaklingi sem hefur víðtæka þekkingu á skólastarfi, býr yfir áræðni og leiðtogafærni til að leiða starfsemi skólans. Skólastjóri gegnir lykilhlut-
verki í að móta góðan skólabrag og samstarfsvettvang skóla og samfélags. Skólastjóri mótar framtíðarstefnu skólans í samræmi við aðalnámskrá, skólastefnu Mosfellsbæjar og hugmyndafræði skólans og ber ábyrgð á að skólastarf sé í samræmi við lög og reglugerðir.

Menntunar- og hæfnikröfur:
• Kennaramenntun og leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi
• Menntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- og menntunarfræða
• Þekking á áætlunargerð, fjármálstjórnun og stefnumótunarvinnu
• Reynsla á sviði stjórnunar og faglegrar forystu í menntastofnun
• Frumkvæði, leiðtogafærni og góðir skipulagshæfileikar
• Framúrskarandi færni í samskiptum
• Góð íslenskukunnátta og færni til að miðla upplýsingum

 

Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem
gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru
leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 14. apríl 2019.
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Linda Udengård framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs í síma 525 6700. Um framtíðarstöðu er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Ráðið er í öll störf óháð kyni.

 

Sækja skal um starfið á ráðningarvef
mosfellsbæjar, www.mos.is

Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Skrifstofustörf Stjórnunarstörf Kennsla
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 14. apríl
x