Sett inn: 16. mar.

Landsnet

MÁ BJÓÐA ÞÉR RAFMAGNAÐ SAMBAND VIÐ FRAMTÍÐINA?

MÁ BJÓÐA ÞÉR RAFMAGNAÐ SAMBAND VIÐ FRAMTÍÐINA?

Við leitum að metnaðarfullum og snjöllum einstaklingum í sérfræðingateymin okkar. Um er að ræða tvö fjölbreytt og spennandi störf hjá okkur.

 

Sérfræðingur í stafrænni þróun raforkuflutningskerfis


Starfið felst í áframhaldandi þróun og innleiðingu á stafrænum
lausnum fyrir rekstur flutningskerfis raforku. Stafrænar lausnir
raforkukerfisins innifela meðal annars stjórn- og varnarbúnað
tengivirkja, ýmsan mælabúnað og snjallnetslausnir.

 

Menntunar- og hæfniskröfur
• Rafmagnsverkfræðingur, tölvunarfræðingur eða rafmagnstæknifræðingur.
• Brennandi áhugi og þekking á sjálfvirknivæðingu og snjallnetslausnum.
• Góð þekking á raforkukerfinu.
• Þekking á stjórn- og varnarbúnaði fyrir raforkukerfi og samþættingu
  búnaðar er kostur.
• Skipuleg og sjálfstæð vinnubrögð og framúrskarandi umbótahugsun.
• Hæfni í samskiptum og jákvæðni.

___________________________________________________________

Sérfræðingur í stjórn- og varnarbúnaði

Starfið felur í sér rekstur á stjórn- og varnarbúnaði ásamt öðrum
stafrænum búnaði í tengivirkjum Landsnets svo sem að annast
prófanir, breytingar og uppfærslur. Bilanagreining og undirbúningur
verkefna er einnig hluti af spennandi starfi við að hámarka
áreiðanleika flutningskerfisins með nútíma tækni.

 

Menntunar- og hæfniskröfur
• Rafmagnsverkfræðingur eða rafmagnstæknifræðingur.
• Þekking á stjórn- og varnarbúnaði fyrir raforkukerfi.
• Öryggisvitund og umbótahugsun.
• Greiningafærni.
• Sjálfstæð og öguð vinnubrögð.
• Hæfni í samskiptum og jákvæðni.

 

Við vinnum fyrir þig
Við erum þjónustufyrirtæki – við vinnum fyrir þig í takt við samfélagið og höfum sett okkur það markmið að tryggja örugga aendingu á raforku til framtíðar. Við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem umhyggja og öryggi er haft í hávegum. Þannig sköpum við góðan vinnustað með spennandi verkefnum, með gildin okkar – samvinnu, ábyrgð og virðingu – að leiðarljósi.

 

Umsóknarfrestur er til og með 1. apríl 2019.
Nánari upplýsingar veitir Valka Jónsdóttir mannauðsstjóri, sími: 563-9300, netfang:
mannaudur@landsnet.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Landsnets, www.landsnet.is. Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Sérfræðistörf Skrifstofustörf Ýmis störf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 1. apríl
x