Sett inn: 23. nóv.

Bakkabúðin ehf

Spennandi tækifæri á Flateyri!

 

Spennandi tækifæri á Flateyri!

Bakkabúðin ehf. (N1 verslun, eignahlutafélag með dreifðu eignarhaldi) auglýsir eftir rekstraraðila. Bakkabúðin er bensínstöð og verslun með ýmsar nauðsynjavörur, veitingasölu og vörur frá N1. Leitað er eftir hugmyndaríkum aðila sem tæki að sér daglegan rekstur búðarinnar með breytingar í huga. Nýr rekstaraðili þarf að geta tekið við um áramótin 2019/2020. Um er að ræða spennandi tækifæri fyrir hugmyndaríkan einstakling sem hefur reynslu af rekstri og ríka þjónustulund. Frábært tækifæri fyrir einstakling eða fjölskyldu sem vill breyta til og búa í litlu og vinalegu bæjarfélagi í faðmi vestfirskra fjalla.

 

Umsóknarfrestur til 10.desember

Tekið er við umsóknum og ferilskrá á:

bakkabudin@gmail.com

Staðsetning Vestfirði
Starfssvið Ýmis störf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 10. desember
x