Sett inn: 13. feb.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti

Skrifstofustjórar

Skrifstofustjórar stýra starfsemi sinnar skrifstofu og annast almennan rekstur. Þeir bera ábyrgð á því að skrifstofan sinni stjórnsýslulegum skyldum sínum og að stefnumarkandi ákvörðunum ráðherra sé hrint í framkvæmd.
Skrifstofustjórar eiga að draga fram það besta í starfsfólki sinnar skrifstofu, setja því markmið og mæla árangur.
Skrifstofustjórar bera ábyrgð á því að rekstraráætlanir stofnana ráðuneytisins séu gerðar og þeim sé fylgt í samræmi við fjárlög.
Skrifstofustjórar leiða samstarf við aðrar skrifstofur, önnur ráðuneyti, hagaðila og aðra innlenda og erlenda aðila sem koma að málefnum viðkomandi skrifstofu.

Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Stjórnunarstörf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 2. mars
x