Sett inn: 30. júl.

Blönduósbær

Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi

Blönduósbær auglýsir laust til umsóknar starf Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa. Um nýtt starf er ræða með starfshlutfalli 80 – 100%. Tilgangur starfsins er að hafa faglega umsjón með öllu menningar-, íþrótta- og tómstundastarfi Blönduósbæjar í góðu samstarfi við hlutaðeigandi aðila. Hér er fjölbreytt og skemmtilegt tækifæri fyrir skapandi og skipulagðan einstakling til að móta nýtt starf í vaxandi samfélagi. Næsti yfirmaður fulltrúans er sveitarstjóri.

Staðsetning Norðurland
Starfssvið Stjórnunarstörf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 20. ágúst
x