Sett inn: 10. nóv.

Varmaorka

VERKEFNASTJÓRI VARMAORKU

Varmaorka óskar eftir að ráða verkefnisstjóra með reynslu af stjórnun og uppbyggingu jarðhitaverkefna. Um er að ræða uppbyggingu jarðvarmavirkjanna á nokkrum stöðum á Íslandi.

Hæfniskröfur:


– Menntun á sviði vélfræði / vélstjórnun / verkfræði eða sambæðilegu námi sem nýtist í starfi.
– Starfsreynsla af veitu eða jarðvarmaverkefnum er nauðsynleg.
– Reynsla af verkefnastjórnun
– Reynsla af iðnaðarframleiðslu er kostur.
– Góð tölvufærni og kunnátta í ensku, rituðu og töluðu máli.
– Frumkvæði, jákvæðni, sjálfstæð vinnubrögð og góð samstarfshæfni er mikilvæg.

Helstu verkefni:


– Verkefnastjórnun, eftirfylgni verkefnisstjórnar við uppbyggingu jarðvarmavirkjanna.
– Áætlanagerð og eftirlit með verktökum.
– Upplýsingagjöf og utanumhald.

Verkefnisstjórinn þarf að hafa búsetu á höfuðborgarsvæðinu og hefur daglega starfsstöð að Katrínartúni 2, 105 Reykjavík þegar ekki er verið á vettvangi framkvæmda. Í boði er framtíðarstarf hjá kraftmiklu fyrirtæki í glæsilegu húsnæði sem býður upp á skapandi og bjarta starfsstöð með skemmtilegum samstarfsfélögum.

Nánari upplýsingar um starfið, laun, starfskjör og starfsaðstöðu veitir Ragnar Sær Ragnarsson, framkvæmdastjóri netfang: ragnar@varmaorka.is 

Umsóknir ásamt ferilskrá skal senda rafrænt á anders@varmaorka.is, merkt:
"Starfsumsókn Varmaorka".

Umsóknarfrestur er til 15. desember 2021. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst á nýju ári. Farið verður með fyrirspurnir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað.

Varmaorka er íslenskt fyrirtæki sem leggur áherslu á tækifæri sem felast í framleiðslu rafmagns á jarðhitasvæðum, tækifæri sem ekki hafa verið nýtt til þessa þar sem jarðhiti er um og yfir 100°C. Varmaorka þróar, fjármagnar, reisir og starfrækir smáar jarðhitavirkjanir á Íslandi.

www.varmaorka.is

Sækja um starfið
Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Stjórnunarstörf Skrifstofustörf Sérfræðistörf Byggingarvinna
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 24. desember
x