Sett inn: 5. ágú.

JUSTIKAL

Markaðsstjóri

Justikal leitar að öflugum markaðsstjóra með mikinn drifkraft. Justikal er nýsköpunarfyrirtæki sem hefur þróað lausn fyrir stafrænt réttarkerfi. Justikal er í miklum vexti og erum við að leita að einstaklingi sem vill taka þátt í vaxtarvegferð félasins sem kann að hafa mikil áhrif hér á landi og á erlendum mörkuðum. Markmið Justikal er að gera málsmeðferð fyrir dómstólum hraðari, gagnsærri og öruggari. Auk þess að lækka málskostnað aðila, gera dómstóla aðgengilegri og störf lögmanna enn skilvirkari. 

 

Starfið gefur tækifæri á að hafa veruleg áhrif á framtíð félagsins og markaðarins sem það starfar á, enda framundan stór og spennandi verkefni fyrir markaðsstjóra. Við bjóðum vinnu í skemmtilegu starfsumhverfi með metnaðarfullu og faglega sterku samstarfsfólki. 

 

Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Stjórnunarstörf Sérfræðistörf Sölu/markaðsstörf
Starfshlutfall Fullt starf
Umsóknarfrestur 25. ágúst
x