Sett inn: 6. ágú.
Sviðsstjóri menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs
Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs. Menningar-, íþrótta- og tómstundasvið er nýtt sameiginlegt svið innan stjórnkerfis Reykjavíkurborgar sem er í undirbúningi en borgarráð hefur samþykkt að sameina menningar- og ferðamálasvið og íþrótta- og tómstundasvið í eitt svið. Hið nýja svið mun starfa með menningar-, íþrótta- og tómstundaráði
Sviðsstjóri velferðarsviðs
Reykjavíkurborg auglýsir laust til umsóknar starf sviðsstjóra velferðarsviðs. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar fer með ábyrgð á velferðarþjónustu borgarinnar, þ.m.t. almennri félagsþjónustu og sértækri þjónustu við fatlað fólk, aldraða og börn og fjölskyldur þeirra. Velferðarsvið starfar með velferðarráði og barnaverndarnefnd.
Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2022.
Umsjón með ráðningu hefur ráðningastofan Intellecta. Umsókn óskast útfyllt á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og
kynningarbréf. Skipuð verður 3ja manna hæfnisnefnd sem mun vinna úr öllum umsóknum í samvinnu við Intellecta. Öllum umsóknum verður svarað
að ráðningu lokinni. Sviðsstjórar heyra beint undir borgarstjóra og falla launakjör þeirra undir kjaraákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Um störf
sviðsstjóra gilda reglur um réttindi og skyldur stjórnenda sem heyra undir borgarstjóra Reykjavíkurborgar. Ráðið er af borgarráði í starf sviðsstjóra til
fimm ára. Ítarlegri upplýsingar um störfin og hæfniskröfur má finna á www.intellecta.is.
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið: thelma@intellecta.is, loa.birna.birgisdottir@reykjavik.is
Sækið um starfið á eftirfarandi vefslóð: http://www.intellecta.is/