Sett inn: 6. ágú.
Festi auglýsir starf forstjóra laust til umsóknar. Festi er eitt stærsta fyrirtæki landsins og leitar að öflugri manneskju sem býr yfir framsýni og krafti til að leiða félagið áfram inn í framtíðina. Frá samruna Festi og N1 árið 2018 hefur tekist að byggja upp leiðandi fyrirtæki í verslun og þjónustu á landsvísu. Þessi árangur hefur skilað hluthöfum góðri og stöðugri ávöxtun af fjárfestingu í félaginu sem er að stórum hluta í eigu lífeyrissjóða. Forstjóri stýrir daglegum rekstri félagsins í samvinnu við það öfluga starfsfólk sem hjá því starfar. Forstjóri mótar stefnu í samstarfi við stjórn og gegnir lykilhlutverki í aðlögun félagsins að síbreytilegu rekstrarumhverfi. Spennandi tækifæri eru framundan og má þar nefna umhverfismál, orkuskipti, stafræna umbreytingu, þróun fasteignasafns og lóða og vaxandi þátttöku félagsins í daglegu lífi hins mikla fjölda viðskiptavina þess.
Nánari upplýsingar veitir Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til 21. ágúst 2022.
Við hvetjum fólk af öllum kynjum til að sækja um
Fyrirspurnir og umsóknir sendist á netfangið: sverrir@hagvangur.is
Sækið um starfið á eftirfarandi vefslóð: http://hagvangur.is