Forsætisráðuneytið

Sérfræðingur á sviði þjóðhagsmála

Forsætisráðuneytið óskar eftir að ráða sérfræðing til starfa á skrifstofu stefnumála. Megin-hlutverk hans felst í almennri greiningu, miðlun upplýsinga og stefnumótun er viðkemur þjóðhagsmálum, þar á meðal á sviði almennrar hagstjórnar, málefnum Seðlabanka Íslands, hagskýrslugerðar, velsældaráherslna og alþjóðlegu samstarfi velsældarhagkerfa, tekjuþróun o.fl. Viðkomandi einstaklingur mun einnig starfa að verkefnum tengdum Þjóðhagsráði og því er þekking og reynsla á sviði vinnumarkaðsmála kostur.
Leitað er að drífandi og jákvæðum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna í teymi og hefur þekkingu og reynslu á því starfssviði sem um ræðir.
www

Sett inn: 19. jan.

Sérfræðingur á sviði þjóðhagsmála

Skráð 19. jan.
Staðsetning Höfuðborgarsvæðið
Starfssvið Sérfræðistörf
Starfshlutf. Fullt starf
Ums.frestur 30. janúar

Nýjustu störfin