Framkvæmdastjóri Kennarasamband Íslands
Framkvæmdastjóri Kennarasambands Íslands Kennarasamband Íslands auglýsir laust til umsóknar starf framkvæmdastjóra. Leitað er að kraftmiklum leiðtoga sem býr yfir þeim eldmóði sem þarf til að leiða skrifstofu Kennarasambands Íslands áfram inn í framtíðina. Viðkomandi þarf að búa yfir metnaði til að styðja við starfsemi og markmið KÍ og hafa þekkingu og farsæla reynslu af stjórnun og mannauðsmálum. Nýtt starf framkvæmdastjóra KÍ Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri og stjórnun skrifstofu KÍ ásamt því að hafa umsjón með eignum sambandsins, fjármálum og rekstri þess samkvæmt lögum og samþykktum KÍ. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra ⢠Ábyrgð á starfsemi sambandsins gagnvart stjórn KÍ. ⢠Ábyrgð á daglegum rekstri skrifstofu og starfsemi KÍ í samráði við stjórn. ⢠Situr fundi stjórnar KÍ með málfrelsi og tillögurétt. ⢠Ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sem stjórn felur framkvæmdastjóra. ⢠Stjórnar daglegum rekstri KÍ og starfsemi miðlægs þjónustusviðs KÍ. ⢠Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlunar KÍ og frágangi ársreikninga. ⢠Umsjón með bókhaldi KÍ, aðildarfélaga og sjóða. ⢠Mannauðsstjórnun. ⢠Samningagerð við utanaðkomandi aðila um þjónustu/viðskipti við KÍ. ⢠Umsjón með viðhaldi skrifstofuhúsnæðis KÍ og innkaupum húsbúnaðar, tölvu- og símabúnaðar ásamt því að sinna samskiptum við þjónustuaðila. ⢠Ýmis tilfallandi verkefni sem stjórn KÍ eða formaður/varaformaður fela framkvæmdastjóra. Menntunar- og hæfnikröfur ⢠⢠⢠⢠⢠⢠⢠⢠⢠Háskólamenntun sem nýtist í starfi, meistaragráða æskileg. Þekking og farsæl reynsla af stjórnun og rekstri. Farsæl reynsla af stjórnun mannauðs. Leiðtogahæfni og geta til að vinna í teymi sem og sjálfstætt. Geta til að vinna undir álagi og takast á við breytingar á skilvirkan hátt. Lipurð og mjög góð hæfni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði og metnaður. Mjög góð hæfni í íslensku og ensku í ræðu og riti. Hæfni í Norðurlandamáli er kostur. Um er að ræða 100% starf. Umsóknarfrestur er til og með 28. júlí nk. og verður ráðið í stöðuna frá 1. október nk. eða eftir nánara samkomulagi. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi SA og Félags atvinnurekenda. Nánari upplýsingar veitir: Ástríður Þórey Jónsdóttir, astridur@attentus.is, sími 849-5354. Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn: 1. Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla og þekking 2. Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi til að gegna starfinu Umsóknir skuli berast í gegnum Alfreð og verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Mynd af auglýsingu
Sett inn: 26. jún.
Framkvæmdastjóri Kennarasamband Íslands
Staðsetning | Ótilgreint |
---|---|
Starfssvið | Sérfræðistörf |
Starfshlutf. | Fullt starf |
Ums.frestur | 28. júlí |