Við fáum frelsi til að koma hugmyndum okkar í farveg

„Fyrirtækið hefur stutt mig í því að hugsa skapandi. Það hefur verið tryggt að ég geti sótt þær ráðstefnur, og í raun það sem ég þarf, til að þróast og vaxa í starfi,“ segir Úlfar Ragnarsson, forstöðumaður upplýsingatæknisviðs Árvakurs. Stoðdeildir Árvakurs eru fjölmargar og eru flestir sammála því að starfsfólkið í þeim deildum gegnir lykilhlutverki í því að fyrirtækinu gangi vel.

Starfsfólk Árvakurs fær faglegan stuðning í starfi sem dregur fram það besta í hverjum og einum. Hvatt er til listræns frelsis í efnistökum málefna og sjálfstæðis. Störf Árvakurs skipta máli fyrir samfélagið, enda er fyrirtækið leiðandi afl í þjóðfélagsumræðunni.

Hjá Árvakri er starfsfólk hvatt til að prófa sig áfram í starfi og setja sitt mark á verkefnin. Við trúum því að með skýrum ferlum og faglegum vinnubrögðum myndist meira frelsi til að horfa fram á veginn. Í 110 ár hefur Árvakur verið leiðandi afl í samfélaginu og er skapandi hugsun mikilvægur þáttur í því.

„Við berum kannski upp hugmynd og það er hlustað á hana sem er gríðarlega mikilvægt. Við fáum frelsi til að koma hugmyndunum okkar í farveg og vinna þær. Mér finnst það einna helst  mikilvægt í þessu starfi vegna þess að hlutverk blaðamannsins er mikilvægt,“ segir Anna Rún Frímannsdóttir blaðamaður.

Mitt eigið frumkvæði og metnaður

Hver og einn skiptir máli og hefur hæfileika sem getur nýst til hins betra fyrir samfélagið. Þrátt fyrir það verður mörgum fyrirtækjum á þegar kemur að því að nýta hæfileika fólks og búa til umhverfi þar sem hver og einn blómstrar. Áskorun vinnumarkaðarins er að búa til þetta jafnvægi skipulags og ferla og gefa starfsfólki tækifæri til að verða leiðandi í sínu fagi.

Eitt af hlutverkum Árvakurs er að skapa vettvang fyrir unga fréttamenn til að verða leiðandi í sínu fagi.

Hólmfríður María Ragnhildardóttir kvöldfréttastjóri er dæmi um það. „Maður hefur ótrúlega mikið frelsi til að gera það sem maður hefur áhuga á að gera. Rýna í það sem maður hefur áhuga á. Af því maður er með svo mikið frelsi þá veltur vinnan svolítið mikið á þínu eigin frumkvæði og þínum eigin metnaði fyrir því sem þú vilt gera í starfinu. Þú getur ekki falið þig á bak við eitthvert fyrirtækjaheiti eða ráðuneyti. Ég verð bara að koma fram undir nafni í því sem ég er að gera sem þýðir að ég ber ábyrgð á minni eigin vinnu,“ segir Hólmfríður María Ragnhildardóttir kvöldfréttastjóri.

Ef þú vilt starfa á vinnustað þar sem þú færð tækifæri til að verða leiðandi í þínu fagi og blómstra í starfi, þá bjóðum við þér upp á að sækja um vinnu hjá Árvakri hér.

Árvakur gefur út Morgunblaðið og rekur fréttavefinn mbl.is auk útvarpsstöðva. Morgunblaðið, sem var fyrst gefið út árið 1913, nær til 40% landsmanna í hverri viku og mbl.is, sem settur var í loftið árið 1998, er einn mest sótti vefur landsins og hefur verið það frá upphafi.

mbl.is