Öflugri en nokkur annar bíll

Þessi fjögurra sæta Bugatti 16C Galibier á að verða aflmesti ...
Þessi fjögurra sæta Bugatti 16C Galibier á að verða aflmesti og hraðskreiðasti bíll heims.

Svo hefur verið skipað fyrir að þessi bíll, Bugatti 16C Galibier, skuli verða aflmesti bíll sem framleiddur hefur verið. Fyrirskipunin kemur frá Wolfgang Dürheimer sem er forstjóri Bugatti og Bentley sem bæði eru í eigu Volkswagen. Þetta er líklega ein af síðustu fyrirskipunum Dürheimers hjá þessum ofurbílaframleiðendum þar sem hann mun brátt flytjast til Audi.

Bíllinn verður líklega um 1.400 hestöfl og á að ná 378 km hraða og verða því hraðskreiðari en nokkur annar bíll. Áætlanir um smíði þessa bíls sáust fyrst árið 2009 en þá var meiningin að hafa hann undir 1.000 hestöflum, semsagt hálfgerðan aumingja! Hann átti að auki að vera búinn Hybrid-tækni.

Við þetta var hætt þar sem bíllinn þótti ekki nógu geggjaður sem Bugatti-bíll. Hann var því settur aftur á teikniborðið og stefnan er að hann verði til sölu árið 2015. Eins og sést á myndinni er bíllinn með 8 púströr og þrátt fyrir endurhönnun á bílnum munu þau víst haldast.

mbl.is

Bloggað um fréttina