Misræmi í vörugjöldum atvinnubíla

Sendiferðabílar eru þarfaþing en þeir sem slíka kaupa vilja breytingar …
Sendiferðabílar eru þarfaþing en þeir sem slíka kaupa vilja breytingar og sanngirni hvað skattamálin áhrærir og segja ekki alla sitja við sama borð.

Bílgreinasambandið (BGS) segir misræmi vera í vörugjöldum á pallbílum annarsvegar og hins vegar sendibílum sem eru undir 5 tonnum að þyngd. Óskar sambandið eftir samvinnu við stjórnvöld við útfærslu breytinga á vörugjöldum sem snúa að atvinnubílum.

„Sem dæmi um misræmið er hægt að taka tvo bíla sömu gerðar og eins búna að öllu leyti nema annar þeirra er með heilu húsi yfir grind og kallast sendiferðabifreið. Hinn er með opnum palli fyrir aftan bílstjórahús,“ segir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri BGS.

„Á pallbílinn leggjast sömu vörugjöld og á venjulegan fólksbíl og í flestum tilfellum 65% vörugjald. Á sendibílinn hins vegar leggst aðeins 13% vörugjald. Þetta er mikið misræmi og gerir það að verkum að pallbílar eru ekki kostur sem vinnubílar þó svo þeir henti í mörgum tilfellum betur til slíkrar notkunar en hefðbundinn yfirbyggður sendibíll.“

Özur segir von Bílgreinasambandsins þá að stjórnvöld verði í tíma tilbúin með útfærslu allra breytinga á vörugjaldi bifreiða og þær verði útfærðar í samvinnu við bílgreinina.

agas@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: