Margir eiga minningar um Volvo

Volvo Amazon ætti að vera Íslendingum vel kunnur, enda margir …
Volvo Amazon ætti að vera Íslendingum vel kunnur, enda margir fluttir hingað á árum áður Ljósmynd/Vilhjálmur Jón Gunnarsson

Í síðasta mánuði var stofnaður sérstakur Volvo-klúbbur. Heimasíða klúbbsins er www.volvoklubbur.is en hann er líka með Facebook-síðu og þar hafa rúmlega 200 manns skráð sig.

Klúbburinn tók til starfa strax eftir stofnfund en stjórnina er skipuð eins og hér segir: Ragnar Þór Reynisson er formaður klúbbsins, ritari er Hafsteinn Ingi Gunnarsson, gjaldkeri er Oddur Pétursson, meðstjórnendur eru Magnús Rúnar Magnússon og Ingólfur Hafsteinsson.

Það er ljóst að margir eiga nostalgískar minningar um einhverja gerð Volvo og er klúbburinn upplagður vettvangur til að efla tengsl milli áhugamanna um Volvo-bifreiðar, skipuleggja fundi og kynningar, hittast og sýna bíla félagsmanna. Í lýsingu á klúbbnum segir að þegar fram líða stundir muni félagsmenn fara saman í lengri eða styttri ferðir og það má ímynda sér þá dýrð að sjá halarófu margra kynslóða Volvo-bifreiða á þjóðvegi 1.

Arfleifð Volvo

Reglur og samþykktir félagsins eru ekki flóknar en sennilega má segja að þær séu göfugar. Meðal annars kemur fram að tilgangurinn sé að stuðla að því að arfleifð Volvo-bifreiða varðveitist í hvívetna.

Vefsiða klúbbsins er vönduð og fróðlegt að skoða hana. Það er ánægjulegt að fólk geti sameinast í áhugamálum sínum og er um að gera að skrá sig í klúbbinn sem fyrst til að geta talist stofnfélagar.

Meðfylgjandi myndir tók Vilhjálmur Jón Gunnarsson á Volvo-safninu í Svíþjóð fyrir skemmstu.

malin@mbl.is

Fátt jafnast á við vel uppgerða forna fáka á borð …
Fátt jafnast á við vel uppgerða forna fáka á borð við þessar Volvo bifreiðar.
Á Volvosafninu í Svíþjóð.
Á Volvosafninu í Svíþjóð.
Á Volvosafninu í Svíþjóð.
Á Volvosafninu í Svíþjóð. Ljósmynd/Vilhjálmur Jón Gunnarsson
Á Volvosafninu í Svíþjóð.
Á Volvosafninu í Svíþjóð.
Á Volvosafninu í Svíþjóð.
Á Volvosafninu í Svíþjóð.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »