Leitað að flottum Toyota-jeppum

Toyota Land Cruiser 1993.
Toyota Land Cruiser 1993.

Árleg jeppasýning er einn stærsti viðburðurinn hjá Toyota en sýningin verður haldin þann fimmtánda febrúar næstkomandi. Sýningin verður nú haldin í fjórða sinn og er markmiðið að sýna ýmislegt skemmtilegt og óvenjulegt.

Því stendur nú yfir leit að áhugaverðum bílum fyrir sýninguna sem hefur verið vel sótt á fyrri árum.

Á sýningunni 15. febrúar verður fjölbreytt úrval nýrra jeppa en einnig er leitað til eigenda Toyota-jeppa sem yfirleitt eru meira en fúsir til að lána bíla sína á sýninguna.

Ábendingar um áhugaverða Toyota-jeppa eru því vel þegnar og eru þeir sem vita af spennandi eintökum beðnir að koma ábendingum til Toyota á netfangið jeppar@toyota.is. Myndir eru að sama skapi vel þegnar.

Leitað er að breyttum sem óbreyttum bílum og þó alltaf sé gaman að fínum og glansandi bílum eru þeir sem bera merki mikillar notkunar einnig vel þegnir, segir í tilkynningu frá Toyota.

malin@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »