Kári 16. í risakeppni

Kári Jónsson annar frá hægri ásamt liðsfélögum sínum rétt fyrir …
Kári Jónsson annar frá hægri ásamt liðsfélögum sínum rétt fyrir keppnina. Í miðju er annar íslenskur keppandi, Jóhannes Sveinbjörnsson. Ljósmynd/Þorgeir Ólason

Kári Jónsson er þekktur torfæruhjólaökumaður á Íslandi en hann fékk tækifæri til að reyna sig við erlenda keppendur um helgina, nánar tiltekið á Ironman GNCC, sem er ein vinsælasta torfæruhjólkeppni í Bandaríkjunum.

Keppnin er haldin í Indianapolis og styrkt af Polaris og nota margir framleiðendur hana sem sýningu fyrir 2015 árgerðir sínar. Keppnin er haldin á flatlendi en þar sem að nokkrir árfarvegir eru á keppnisleiðinni er nóg af erfiðum brekkum og pöllum. Kári gerði sér lítið fyrir og varð sextándi í sínum flokki, sem er alveg frábær árangur þar sem hann er að að keppa við tugi atvinnumanna í þessu sporti. Alls tóku 270 keppendur þátt í allri keppninni og varð Kári í 30. sæti af þeim svo það er aldrei að vita að hann sé kominn með annan fótinn á atvinnumennsku í sportinu.

njall@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »