Vel ber að hreinsa rúðurnar

Vel þarf að skafa og sópa snjó af bílum áður ...
Vel þarf að skafa og sópa snjó af bílum áður en lagt er af stað. mbl.is/Golli

Nú þegar vetrarríki gengur í garð mun lögregla hafa eftirlit með því að ökumenn hreinsi vel snjó af bílum sínum.

Af þessu tilefni minnir samgöngustofa ökumenn á að hreinsa vel snjó af rúðum, speglum og ljósum bifreiða sinna áður en ekið er af stað. 

„Ökumenn sem ekki sinna þessu geta átt von á afskiptum lögreglu og sektum,“ segir á vefsetri stofnunarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina