Tesla kynnir vélhjólið Model M

Tesla Model M hugmyndahjólið lítur ekki út eins og hefðbundið …
Tesla Model M hugmyndahjólið lítur ekki út eins og hefðbundið vélhjól en við því bjóst tæplega nokkur maður fyrirfram, eða hvað?

Það mátti svosem búast við því að það væri ekki nóg fyrir Elon Musk að búa til ótrúlega aflmikla rafbíla, svosem Model S, og bæta svo bráðlega við jepplingnum Model X.

Nei, næsta útspilið er mótorhjól sem sver sig rækilega í ættina. Þó hjólin séu helmingi færri en á faratækjum Tesla hingað til þá á hjólið tvennt sameiginlegt með bílunum sem hingað til hafa rúllað af færibandinu og rakleiðis inn í drauma bílaáhugamanna: það er rafknúið og ógurlega rammt að afli.

Geymsluhólf í stað vélar

Þar sem ekki er eiginlegri bensínvél til að dreifa fer téð rými mestmegnis í geymsluhólf þar sem hönnuðurinn, Jans Shlapins, sér fyrir sér að notandi geymi hjálminn, fartölvuna og annað tilfallandi. Lithium-ion rafhlöðurnar liggja rétt ofan við götuna til að tryggja lágan þyngdarpunkt og hámarks snerpu í stýringu á álstelli hjólsins. Aflið er ærið, 201 hestafl, og hægt að stilla milli fjögurra forstillinga: Race, Cruise, Standard og Eco. Hjólið er að sönnu nokkuð klossað að sjá en það er engu að síður í léttari kantinum og dekk úr koltrefjaefni hjálpa þar til.

Ef akstur þessa rafvélhjóls – sem er enn á hugmyndastiginu, vel að merkja – verður eitthvað í líkingu við það sem ökumenn þekkja frá Tesla Model S, þá eiga hjólamenn og -konur nær og fjær gott í vændum.

jonagnar@mbl.is

Sé mið tekið af því að aflið nemur 201 hestafli, …
Sé mið tekið af því að aflið nemur 201 hestafli, má eins gera ráð fyrir því að þetta verði sjónarhornið sem flestir sjá í umferðinni.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: