Mini lagt í stæði á heimsmeti

Moffat fagnar óvenjulegu meti sínu.
Moffat fagnar óvenjulegu meti sínu.

Vart líður sú vika að ekki sé reynt að setja heimsmet einhvers konar, allt í þeim tilgangi að komast á spjöld Heimsmetabókar Guinness.

Í síðustu viku gerði breskur ökumaður að nafni Alastair Moffat met með því að leggja Mini á fleygiferð afturábak í stæði sem var aðeins 34 sentímetrum lengra en bíllinn sjálfur.   

Sló hann met manns sem hafði tekist svipað í stæði sem var einum sentímetra stærra, eða 35 sm.

Moffat átti sjálfur annars konar met í þessum dúr, en í því lagði hann með hjálp handbremsunnar inn á milli bíla þar sem umframsvæðið var aðeins 7,5 meira en lengd bílsins. Met það setti hann í janúar sl., en í það skiptið ók hann Fiat 500.

Síðara afrek Moffats má sjá í myndskeiðinu sem hér fer á eftir:

mbl.is