Reyklita framrúður bannaðar

Rúðurnar við framsætin mega ekki lengur vera reyklitaðar.
Rúðurnar við framsætin mega ekki lengur vera reyklitaðar.

Frá og með byrjun næsta árs, 2016, mega hliðarrúður framdyra í bílum ekki lengur vera reyklita. 

Þetta hefur franska stjórnin ákveðið og er tilgangurinn að auðvelda lögreglu dagleg störf sín í umferðinni en illmögulegt hefur verið að sjá inn í bíla sem fremri hliðarrúður dökkar.   Sakir þess er ekki hægt að fylgjast svo gjörla með hátterni bílstjóra, svo sem hvort þeir eru að tala í síma, séu með sætisbeltin óspennt og þar fram eftir götum.

Sérhver sá sem staðinn verður af því að vera með reyklita rúður í framhurðum verður sektaður um 135 evrur og sviptur þremur ökuskírteinispunktum.

Talið er að um 160.000 bílar falli undir nýju reglurnar en bílafyrirtæki halda því fram að þær muni kosta allt að 1.800 manns vinnuna.Nýir bílar með allt að 30% skyggingu verða löglegir en harðbannað verður að gera rúðuglerið dekkra en sem því nemur. Bílstjórar sem dekkt hafa rúðurnar með sérstakri filmu verða að fjarlægja hana.
mbl.is