Nuddtjón algengt og löng bið eftir viðgerð

Hermann Hansson (t.v.) og Kristmann Klementsson með bíl í viðgerð.
Hermann Hansson (t.v.) og Kristmann Klementsson með bíl í viðgerð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rysjótt tíð og hálka á vegum að undanförnu hafa skapað annríki á réttingaverkstæðum.

Nokkurra vikna bið eftir að komast með bíla í viðgerð er algeng, en yfirleitt eru skemmdirnar sem lagfæra þarf þó minniháttar.

„Það er mikið um það sem við köllum nuddtjón á bílum. Gjarnan gerist þetta á bílastæðum eða á gatnamótum,“ segir Hermann Hansson hjá Réttverki á Viðarhöfða í Reykjavík í Morgunblaðinu í dag. Þótt færri bílar séu nú á nagladekkjum en áður hefur það ekki endilega leitt til fjölgunar umferðaróhappa, til dæmis í hálku.