Héldu dótturina hafa dottið úr rúminu

Pallbíllinn að skella á húsinu.
Pallbíllinn að skella á húsinu.

Fjölskylda nokkur í bænum Washington í Pennsylvaníuríki í Bandaríkjunum átti sér einskis ills von og hélt að dóttir þeirra hefði dottið úr rúmi sínu og niður á gólf er dynkur vakti hana um miðja nótt.

Í ljós kom,  að annað var uppi á teningnum; maður hafði misst vald á pallbíl sínum og ekið inn í íbúðarhúsið. Náðist atvikið á öryggismyndavél er trukkurinn plægði sér leið inn í 140 ára gamla húsið.

Á upptökunni úr öryggismyndavélinni sést ökumaðurinn hálf lamaður í sæti sínu áður en hann stígur út úr bílnum og lítur í kring. Staulast hann um valtur á fæti og hrasar. Hið næsta sem gerist er að hann ákveður að fara aftur inn í bílinn og bakka burt.

Fjölskyldufaðirinn Sam Papa hljóp niður af efri hæðinni en er hann fór út á lóðina var bíllinn að hverfa í burtu.

Bílstjórinn ólánsami gaf sig síðar fram við lögreglu.

mbl.is