BL innkallar 67 Renault Master III

AFP

Neytendastofu hefur borist tilkynning frá BL ehf að innkalla þurfi 67 Renault Master III af árgerðunum 2012-2014. Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hráolíusíufesting losni við árekstur. Lagfæra þarf festinguna fyrir hráolíusíuna.

BL ehf mun hafa samband við bifreiðareigendur vegna þessara innkallanna, að þvi´er fram kemur á vef Neytendastofu.

mbl.is