Heimskan á sér engin mörk!

Nóg var plássið en allir vildu vera á sama blettinum ...
Nóg var plássið en allir vildu vera á sama blettinum á sömu akreininni.

Margt undarlegt ber fyrir augu í umferðinni því siðsemi bílstjóra er misjöfn, og ekki alltaf til eftirbreytni.

En hvað mætti þá segja um atvik það sem meðfylgjandi myndskeið sýnir? Þar stefna menn bæði sínum limum og annarra í stórhættu á kínverskri hraðbraut.

Þar höfðu menn einar sex akreinar um að velja á kínverskum vegi en tveir til fjórir ökumenn vildu allir þá sömu og helst sama blettinn á henni svo eitthvað hlaut að gefa eftir. Dómgreindin fór hvað sem öðru líður veg allrar veraldar.

Það sem var að gerast þarna ræður hugarflugið ekki við, einhvers konar uppgjöf kannski, en sjón er sögu ríkari.

mbl.is